Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 15

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 15
fúlegg eða skemmdir tómatar séu heldur fátíð hér á landi sem mœlikvarði á undirtektir áhorfenda. Og þannig mœtti enn lengi telja upp það, sem á daga Lárusar dreif á þessum árum. Þetta voru umbrotaár. Urðu að stríðsgróðaárum. Ýmsir þœttir leiklistar og skemmti- listar héldu innreið sína inná þetta afskekkta p'áss og slógu sveiflum I andlega lífið mörlandans. Óperur, cper- ettur, revíur og skemmtiþœttir, tónlist og hljómsveit, — allt þetta spratt upp á tiltölulega mjög skömmum tíma. í leiklist urðu vaktaskipti. Yngra fólkið tók við eins og áður er getið. Til þess að allar þessar listgreinar gœtu blandað saman geði á eðlilegan og farsœlan hátt, þurfti á hcefum mönnum að halda, mönnum með góða kunn- áttu, alvöru, atorku, vilja — og listfengi. Slíkir menn voru þá fyrir hendi. Þeir unnu úr þráðunum og sköpuðu m.a. þá einstœðu stemningu hins „léttara leikhúss" þess- ara ára, svo að allir, sem til þekktu, minnast þeirra sem blómaskeiðs alþýðlegs léttleika og hlýrra hjartaróta, fá kökk í hálsinn og verða viðkvœmir við þœr endurminn- ingar. Flestar aðrar þjóðir eiga háttþróaða alþýðulist, sem er þjóðlegri og meira einkennandi fyrir sérstœður mannlífsins á hverjum stað en hin stóra alþjóðalist. Frakk- ar hafa sín boulevardleikhús og chansons, Vinarbúar ,,die Liadln", óperettur, Nestroy, Englendingar ,,the entertain- ers" og Þjóðverjar kjallaraleikhúsin í Berlín eða „Volks- sánger" í Múnchen, o.s.frv. Þessi alþýðulist er ríkur þátt- ur þjóðlífsins og bezti spegill þess. Vísir að slíkri list hér- lendis var skapaður á þessum árum. Og varla þarf að taka fram, að Lárus var tvímœlalaust einn af þeim fáu verulegu „folkeskuespillere", sem við höfum átt, þeim stóru, œrlegu leikhúsmönnum, er sköpuðu sjarma og glettilega ýktar þjóðlífslýsingar, mátulega viðkvœma söngva um vín, ástir og sjómennsku og veittu kátínu og hlýju í mannanna hjörtu. Þurr og andlaus upptalning af nokkrum þáttum þessa starfs, eins og birtist hér að fram- an, er auðvitað fjarska lítilsigld, hún er aðeins staksteina- brot fyrir þá, sem muna þessa daga. Auðvitað hefur þessi list verið harla misjöfn að gœðum, oftar léleg en stund- um afbragð, þegar hún náði hœstu tindunum — og ávallt einlœg. Og þegar fíflskapurinn er stórfenglegastur er hann líka raunalegur, angurvœr, — það er hlegið sorg- artárum. Þá er hann mannlegur, djúpsannur, svo yndis- lega sannsögull um átök mannsins jafnt við hinar stóru höfuðskepnur sem við kenjar og duttlunga hinna smœstu hluta. Góður fíflskapur er góð list; „Heldur viturt fífl en flónskan vitring", segir Fjasti í Þrettándakvöldi. — Mað- ur, sem í upphafi hefur œtlað að mála klausturmyndir, hefur áreiðanlega getað gcett fíflskapinn mörgum þess- ara kosta. Þess í milli lék Lárus ávallt hjá Leikfélaginu ýmis hlutverk, gamansöm og ekki síður alvarlegs eðlis, allt frá Frosch í Leðurblökunni til Arngríms holdsveika i Fjalla-Eyvindi. Auk þess var Lárus meðlimur fyrsta um- ferðaleikflokksins, Sex í bíl, ásamt þeim Hildi Kalman, GuðbjörgU Þorbjarnardóftur, Gunnari Eyjólfssyni, Jóni Sigúrbjörnssyni og Þorgrími Einarssyni. „Fólk var mjög þakklátt að fá einu sinni að sjá alvarlegri og vandaðri sýningu útá landsbyggðinni, en það gaman- sull, sem annars var stundum boðið uppá". Ferðuðust þau árin 1949, 1950 og 1951 um landið og sýndu m.a. Cand- ítu eftir Shaw. „Eitthvað þurfti maður þó að hafa til að 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.