Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 41

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 41
Þjóðleikhúsið Flonið eftir Marcel Achard Götufarsar franskir eru svo rammgallískt fyrirbœri, að enginn kann í sannleika sagt að meta þá nema Frakkar sjálfir. Menn þurfa að vera fœddir með íslenzka tungu til að njóta hákarls, á sama hátt þurfa menn að hafa frönsk eyru til að njóta götufarsa. Rétt er að taka það fram þeg- ar í stað, að munurinn á farsa og götufarsa er nokkurn tvennt ólíkt, þá er líka frönsk kvikmynd og götufarsi sitt hvað. Það sakar ekki að geta þess hér, að þar sem franskar kvikmyndir eru dýrmœt útflutningsvara, þá eru götufarsar þeirra aftur á móti fjarri því að vera það. Fœstum Frökkum kemur því til hugar að bjóða útlend- ingum þá til sölu nema að vera skyldi íslendingum. Það sem einum finnst óstjórnlega fyndið þykir öðrum ef til vill ofboðslega klúrt. Það sem hljómar t. d. sem arg- asta klám í eyrum Björns Franzsonar hljómar kannski sem dýrlegasta óljóð ! eyrum Jóhannesar úr Kötlum. Svo margt er sinnið sem skinnið, og á þetta ekki eingöngu við einstaklinga heldur líka við heilar þjóðir. Jafnvel þótt Björn og Jóhannes greini á um þetta, hefur íslenzka þjóðin í heild annan siðferðilegan mœlikvarða en sú franska. Ekki er það œtlun mín að fara í Þjóðarmeting, en mér þykir samt sem áður ástœða til að undirstrika hér mismuninn á siðaskoðunum Frakka og (slendinga. Fráleitt þykir mér að saka þýðanda um óheflað orðbragð og klúrheit, þegar þau eru það krydd, sem höfundurinn sjálfur hefur mestar mœtur á. Franskt klám er ekki vitund ILFORD veginn sá sami og gerður er á stúlku annars vegar og götustúlku hins vegar. Flöfundar þessara verka skrifa um feimnismál og lítið annað, og það af svo þrálátu hispursleysi, að jafnvel gömlum heimsmönnum blöskrar. Götufarsar eru ekki listaverk, enda þótt sumir þeirra séu samdir af talsverðri íþrótt. Að listagildi eru þeir á borð við dœgurlög eða reykvískar revíur og vinsœlir eru þeir meðal Frakka ekki síður en amerísk dœgurlög meðal óþroskaðra unglinga. Orðaskipti leikpersóna í slíkum verkum eru gróflega mergjuð, enda er margt þar mœlt, sem er ekki aðeins á takmörkum velsœmis heldur langt handan þeirra marka og eilíf er þar frygð og ódyggð. Frakkar geta hlegið endalaust af kokkálum, ótrúum einkonum, blóðheitum bllstjórum og eldabuskum. Ja, lítið er Gallans gaman. Sumir álíta, að Frökkum sé sú list lagin að fjalla um kynferðismál af meiri smekkvísi og nœrfœrni en aðrir og benda t. d. á kvikmyndir þeirra því til sönnunar og fullyrða, að það sé ekki ! rauninni á annarra fœri að sýna djörf ástaratlot eðlilega og ýkjulaust, og það er rétt svo langt sem það nœr, en eins og mynd og mál er fínna og fágaðra en klám annarra þjóða. Franska orðið „garce"þýðir ekki annað en hóra eða skœkja, hvað svo sem ófróðir skriffinnar hér á landi segja. Marcel Achard hefur orðið þeirrar vegsemdar aðnjótandi að vera kjörinn meðlimur akademíunnar frönsku, enda þótt fœrari fyrirrennarar hans eins og t. d. Feydeau, Courteline og Sacha Guitry kœmust aldrei til slíkra met- orða, meðan þeir voru og hétu. En þá var öldin ekki að- eins önnur heldur Iíka smekkur manna og kröfur. Biblían kennir okkur, að það sé ókristilegt að sjá flísina ! auga náungans en ekki bjálkann ! okkar eigin. Er Frökkum nokkuð láandi þótt þeir hleypi röknum götu- farsahöfundi inn ! sína virðulegu akademíu, á meðan íslendingar verðlauna Tristmann Guðmundsson með há- um listamannalaunum fyrir ísóld s!na gullnu? Það mun vera œtlun höfundar, að loftið sé losta blandið, en á sviði Þjóðleikhúss íslendinga er það sannast að segja þrungið svo yfirþyrmandi leiðindum, að það er ofurmannlegt afrek að sitja sýninguna á enda. Leikkonan 1 hlutverki flónsins býður ekki af sér magnaðri kynþokka en svo, að hann hrifur ekki nokkurn karlmann ! salnum nema ef vera skyldi stöku hrœða á fremsta bekk. Að láta Kristbjörgu Kjeld leika Josefu Lantenay er eins og að fela Brynjólfi Jóhannessyni hlutverk Romeós. Kristbjörg á bœði ástarlaus og ófrönsk. Leikgleði Róberts Arnfinns- sonar var takmörkuð og mismœli of mörg, og reyndar óþörf hjá jafnágœtum leikara og honum. Bessi Bjarnason var bœrilegur, en ekkert þar yfir. Baldvin Halldórsson var ! góðu gervi, en lagði svo litið til málanna, að óþarft er að fjölyrða um það. Ævar Kvaran lék franskan nautna- segg af skilningi og ósvikinni gleði. Honum tókst sér- staklega vel upp fyrstu mmúturnar, sem hann var á svið- inu. Guðbjörg Þorbjarnardóttir var fyrirmannleg frú og glcesileg og frönsk frá hvirfli til ilja. Gervi og klœða- burður með ágœtum, hatturinn hennar var t. d. alveg Ijómandi fallegur, en það sem mest var um vert, þá sýndi hún stéttarhroka frú Beaurevers á svo sannfœrandi hátt, að það fór hrollur um mann. Ég þakka bœði Guðbjörgu og Ævari fyrir leik þeirra. Um þýðingu Ernu Geirdal vil ég ekkert segja, vegna þess að ég hef hvergi getað fengið frumritið, og ég hef það fyrir fasta reglu að leggja ekki dóm á þýðingu fyrr en ég hef haft tœkifœri til að bera hana saman við sjálft frum- ritið. álíka mikið heima í þessu hlutverki og fiskur á þurru landi, og er þó ekki mikið sagt. Leikstjóri, sem skipar þannig í hlutverk er gœddur skarpskyggni og óskeikulli smekkvlsi, finnst ykkur ekki? Kvennaval Þjóðleikhúss- ins er að vísu ekki mikið, en mér er engu að siður spurn hvers vegna var gengið fram hjá Brynju Benediktsdóttur. Raddbeiting Kristbjargar er einhcef og leiðigjörn og Guð forði mér og mínum frá öskrum hennar. Rúrik Haralds- son er hressilegur leikari og gustmikill, en af öllu má of mikið gera og ég verð að segja það eins og það er, að það stóð helzti mikill gustur af þessum rannsóknardóm- ara hans. Hann rekur t. d. garnirnar úr sakborningi eins og starfsbrœður hans mundu gera I þriðja flokks sakamála- mynd frá Hollywood. Yfirheyrslurnar eru ekki nándar ncerri nógu spaugilegar og gáskafullar. Hér vantar til- finnanlega þann farsablœ, sem við á. Mistök þessi skrif- ast bceði á reikning leikstjórans og leikarans, 99% á leikstjórann en 1 % á leikarann, svo maður nefni ein- hverjar tölur. Sigrlður Hagalín var eins og fló á skinni og náðu engu út úr litlu hlutverki. Ástaratlot Sévigné-hjónanna voru Að lokum vildi ég bœta þessu við: þau ár, sem ég dvaldi í París kom það aldrei fyrir að götufarsi vceri settur á svið ! salarkynnum Comédie francaise, þ. e. þjóðleikhúss Frakka, hins vegar sýndu þeir iðulega góða gamanleiki, enda enginn hörgull á þeim hjá þeirri þjóð. Leikstjórn Comédie francaise setur markið svo hátt, að henni finnst það ekki virðingu sinni samboðið að bjóða mönnum upp á annað eins léttmeti og götufarsa. Eins og dcemin sanna þá Iíta forráðamenn okkar húss öðrum augum á þetta en starfsfélagar þeirra franskir, en að Þjóðleikhús Islend- inga skuli velja götufarsa til sýningar má einna helzt líkja við það, að Sinfoníuhljómsveit íslands tœki upp á þeirri nýbreytni að leika rokk og ról fyrir almenning. HALLDÓR ÞORSTEINSSON 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.