Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 43

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 43
synleg, vœnti ég, þannig að ekki bresti spenntar menningartaugarnar, sem þó sjálfsagt er að hafa í fórum sínum, eða andlegt tunglœði grípi þá, sem fást við menningu einsog Grettir áttist við Glám á sínum tíma. Þessar stofnanir þurfa að vera stórar og voldugar. Við eigum enga slíka. En höfum ekki síður en aðrir gott af að slaka á ýmsum taugum, þótt menningartaugarnar séu þar kannske rírasti þátturinn. Því er Þjóðleikhúsið eini aðilinn hérlendis, sem getur lyft okkur upp svona endrum og eins og gefið okkur sýnishorn af framleiðslu hinna léttlyndari menntagyðja, sem er og sjálfsagt, frá mínum bœjardyr- um séð. Því hlakka ég og til þess að sjá TÁNINGAÁSTIR. Hins vegar er leikritavalið að öðru leyti ákaflega tilviljanakennt, og á það við bœði aðalleikhúsin í Reykja- vfk. Annars vegar er rakað saman öllum þeim leikritum ufanúr heimi, sem mestum vinsœldum hafa náð í það skiftið og eru reyndar flest fjarska góð: ANDORRA, EÐLISFRÆÐ- INGARNIR, GÍSL, þannig að þau hlassast yfir públíkum öll á einu brefti, en hins vegar er verið að brambolta með nauðaómerkilega leiki, og þá helzt allra handa gaman- leiki, sem annars staðar eru sýndir í 3. flokks leikhúsum og á almennings- samkundum alls konar f smábœjum — enda eru það þessi leikrit, sem síðan tröllrfða öllum leikhúsum og félagsheimilum á landsbyggðinni. Allt f bendu og biðu. Orfáum sinn- um leynist heiðarlegt val innanum, s. s. Á UNDANHALDI í Þjóðleikhúsinu, en yfirleitt örlar sársjaldan á sjálf- stœðri hugsun eða ákveðinni stefnu hérlendra leikhúsa við efnisvalið eða leikmenntakynningu. Þau hafa ekkert að segja sem slfk, frá eigin brjósti. Þau eiga ekkert form, ekkert andlit; því enga von um sérstaka leikhúshefð ennþá. Eða vifa menn ekki að önnur leikrit hafa verið skrifuð á seinni tfmum í Bandaríkjunum en ALLIR KOMU ÞEIR AFTUR eða FRÆNKA MÍN? Að til er sérlega blómstrandi leikhúslíf í Frakk- landi með mönnum í broddi fylking- ar einsog AnouihL, Giraudoux, Sartre, svo að einhverjir þeirra séu nefndir, sem verið er að leika eftir vfða á vorri jarðkúlu. Eða að til var maður, sem hét Bertold Brecht? Það er nú meiri útigangurinn og heiðamaður- inn í heilum íslenzkra stórmanna leik- hússlífsins. Og svona mœtti lengi telja. Nú er leikhúslífið að komast f fullan gang. Iðnó umvefur sig þögninni. Kallaði til sín blaðamenn einn dag- inn, sem komu spenntir. Var þeim tjáð, að leikárið hjá L. R. hœfist á HART í BAK, sensatjóninni frá í fyrra, og sennilega yrði flutt annað íslenzkt leikrit á leikárinu. Svo mörg voru þau orð. Ekki annað. Spenningurinn eykst. Um það leyti, sem þefta er skrifað, er að sfast út úr laununginni, að sýna eigi leikrit Sartres, FANGINN í ALTONA. Er það tilhlökkunarefni, þar sem mál manna þeirra, sem til þekkja, er að þetta sé eitt stórbrotnasta leik- rit síðustu tfma. Einnig mun vera í bígerð að reyna að fá írska leikstjórann Mac Anna til þess að setja á svið RÓMEÓ OG JÚLIU Shakespeares. Kristín Anna Þórarinsdóttir sem Júlfa. Þjóðleikhúsið hefur gert vetrardag- skrána heyrum kunna. Þar er sumt harla girnilegt: TÁNINGAÁSTIR og HAMLET, plús þetta bráðnauðsynlega barnaleikrit, plús nokkrir enn nauð- synlegri leiklistarlegir ómerkingar einsog FLÓNIÐ eða þetta œvisögu- verk um Helen Keller. Er furðulegt að draga svona leikrit uppá svið þjóð- leikhúss íslendinga, þar sem þau eiga svipað erindi og lúðrasveit að leika undir kgl. danska ballettinum. En ekki eitf íslenzkt leikrit! Einsog enginn skrifi leikrit hér. Eða þau séu eitthvað lakari en sum önnur, sem þegar hafa séð dagsins Ijós af sviðsfjölum þess mikla leikhúss. Höfuðmarkmið þess er, eða var a.m.k., að stuðla að fram- gangi íslenzkrar leikritunar og sýna íslenzka framleiðslu. Jafnvel þótt dómar um hana kunni að eiga Iftið skilt við lofsöng og jafnvel þótt ekki komi aurar f kassann. Þeir koma ef- laust af öðru. íslenzk leikritun er þó alltaf einni reynslunni ríkari við hvert sviðsflutt verk. Þögnin drepur hana — einsog flest annað. Þessvegna er- um við jú að gaspra þetta og viljum ekki halda okkur saman. ólm.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.