Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 45

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 45
háttað I framkvcemd, sem ekki verð- ur fyrr en eftir um það bil 5 ár. Það virðist Ijóst, að fyrirmyndin verður að mestu sótt til Danmerkur. Danska sjónvarpið er ungt að árum, og dag- skrá þess er aðeins 2 klukkustundir á dag. Þar sem sjónvarpsstöð svo þéttbýls lands, flats og á annan hátt hagstœðs til sjónvarpssendinga sér sér ekki fœrt að hafa lengri dagskrá a. m. k. fyrst í stað, er augljóst, að sendingartíminn hér verður mun skemmri, enda þótt langmestur hluti efnisins verði aðsendur frá stöðvum í Ameríku og á meginlandi Evrópu. Sá maður, sem einu sinni hefur fest kaup á sjónvarpstœki, lœt- ur sér tœplega nœgja hálfrar til einn- ar klukkustundar dagskrá, en að henni lokinni getur hann þá stillt yfir á Keflavíkurstöðina, sem sendir allt að 14 klst. daglega. Seljendur við- tœkja gefa loforð um, að um það leyti sem íslenzkt sjónvarp hefst, verði unnt með einu handtaki að skipta að vild milli amerísks og evr- ópsks kerfis, ef hið síðarnefnda verð- ur upp tekið hér. Leyfið til stœkkunar sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli er eitthvert hið mesta hneyksli sem um getur hér á landi og á sér enga hliðstœðu í samskiptum sjálfstœðrar þjóðar og setuliðs, sem hana gistir. Skógurinn af sjónvarps- loftnetum verður þéttari með hverjum degi, sem líður, og lengi mun svo verða, þó að íslenzk stöð taki til starfa, að erlent hermannasjónvarp verði helzta dœgrastytting þeirra, sem viðtœki eiga. HÓKUS-PÓKUS eftir Curt Goetz. Leikstjóri og þýðandi: GIsli Alfreðsson. Hókus-Pókus er þýzkur réttarfarsgam- anleikur, um það bil aldarfjórðungs- gamall. Ég er ekki viss um, að allir júristar hafi verið hrifnir af réttarfar- inu eða andrúmsloftinu í réttarsaln- um, og gamanleikur er ekki heldur alveg réttnefni, því að í lokin kemst höfundur frá efninu á einum of auð- veldan hátt, og endirinn verður farsa- kenndur og dálítið lítilfjörlegur. — Kýmnin er hvergi nœrri búin léttleika og fágun Hausts (maí-hefti bls. 23), en þó er hún sums staðar sœmileg. Ég hef ekki lesið leikritið á frummál- inu og lœt því liggja milli hluta, hvort fyndnin hefur eitthvað rýrnað I þýð- ingunni, þar sem Goetz er meistari á sviði orðaleikja, þegar honum tekst bezt upp. Annars virtist þýðingin vera á lipru og áferðargóðu máli. Leik- stjórn Gísla Alfreðssonar bar vott um fágœta natni. Bráðskemmtileg var til dœmis móttaka hins sjálfboðna gests I fyrsta þœtti, taugaóstyrkur og hyst- erískur hlátur vinanna, hœfilega ýkt atriði. Þá var einnig mjög vel farið með vitnaleiðslurnar í réttarsalnum og hnyttin orðaskipti lögmanna. Hóp- atriði voru góð, nema hvað hlátur áhorfenda í réttarsalnum var nokkuð þvingaður og óeðlilegur. Hraðinn var hœfilegur og leikur yfirleitt góður. Þeir Þorsteinn Ö. Stephensen og Rúrik Haraldsson léku dómforsetann og vin hans vel, einkum í fyrsta þœtti, og Lárus Pálsson fór líka nokkuð vel með hlutverk Per Bille. Andstœðingur hans, saksóknarinn, var leikinn af Ævari R. Kvaran af þrótti, en sóknarrœðan var að mínu viti ekki nógu ísmeygileg. Þá er að geta sakborningsins, Ögdu Kjerulf, sem Juliane Alfreðsson lék. Það var mjög skemmtileg túlkun, lát- laus og húmoristísk, og rödd hennar er mjög áheyrileg. Af öðrum leikur- um er mér langminnisstœðastur Árni Tryggvason, feiminn og taugaóstyrk- ur í hlutverki mannsins með skrýtna nafnið, Eunano. FORSPJALL VETRARDAGSKRÁR Nú er vetrardagskráin loksins komin fyrir hlustir manna, og er þar margt tilhlökkunarefni, enda mátti svo gjarnan vera eftir dauft sumar. Mest- ur fögnuður er auðvitað að hinni nýju útvarpssögu, Brekkukotsannál, í flutn- ingi höfundar. Halldór Kiljan Laxness hefur löngum verið þekktur að frá- bœrum upplestri á eigin verk, en aldrei hefur honum tekizt betur en nú. Það var líka tími til kominn að fá góða útvarpssögu eftir þá mœrðar- vellu, sem yfir hlustendur gekk í sum- ar. Af nýjum þáttum er helzt að geta afkvœmis Flosa Ólafssonar, ,,Láttu það bara flakka". Ég hef trú á, að sá þáttur verði skemmtilegur, enda þótt illa hafi verið af stað farið. Þátt- urinn Á bókamarkaðnum verður nú með líku sniði og áður. Lítil von er vlst til þess, að hann verði bók- menntaþáttur, og þarf ekki annað en að líta á bókaframleiðslu landsmanna fyrir þessi jól til þess að sannfœrast um það, að kynning góðra bóka mundi ekki hrökkva til eins þáttar. Meðan andamenn, aflamenn og hús- byggjendur eru metsöluhöfundar þjóðarinnar, er heldur ekki annars að vœnta. Góð nýjung er árdegisútvarp- ið kl. 7—8 með hressilegri músik og kynningu Jóns Múla Árnasonar, sem stingur svo ákjósanlega I stúf við hinn þrautleiðinlega hátíðleika, sem tíðk- azt hefur I kynningu dagskrárefnis. Þátturinn I vikulokin er sœmilegur, en málfar þeirrar stúlku, sem annast hann ásamt Jónasi Jónassyni, er afar bágborið, og finnst mér, að einhverj- ar lágmarkskröfur verði að gilda um flutning móðurmálsins hjá þeim, sem tala I útvarp. Fréttaþjónustan hefur batnað mjög, en betur má enn vanda hana. Mestar vonir hljóta hlustendur þó að binda við auglýsinguna, þar sem lýst var eftir ungum, áhugasöm- um mönnum til dagskrárstarfa. Framhaldsleikritið Ráðgátan Van Dyke eftir Francis Durbridge var flutt nú I haust I þýðingu Elíasar Marar og leikstjórn Jónasar Jónassonar. Höf- undurinn er hinn sami og samdi Hver er Gregory, sem flutt var I útvarpið fyrir allmörgum árum. Söguhetjurnar, Paul Temple og frú, sem tekið hafa sér fyrir hendur að upplýsa ráðgátuna, eru heimskari en tali tekur. Þau láta leiða sig I allar gildrur, trúa hinum grunuðu jafnóðum fyrir þvl, sem lög- reglan veit veit um mál þeirra, og höf- uðpaurinn stlgur heldur ekki I vitið. Sem leynilögregluleikrit er þetta mjög lélegt, og hin stirða þýðing, leikstjórn og leikur bœttu ekki um. Nú er nýtt leikrit tekið við, Höll hattarans eftir A. J. Cronin, og virðist það œtla að verða litlu skárra, að minnsta kosti er sagan, sem það byggist á, eigi merki- leg. Það bœtir þó úr skák, að við virðumst eiga góð laugardagskvöld I vœndum, þar sem verkefnaskráin er ein hin bezta, sem komið hefur. Von- andi verður jafnvel til flutnings vand- að. þ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.