Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 58

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 58
Jelly Roll Morton hefur sett svip sinn á jazztónlistina allt frá upphafi fram á okkar daga Hið upprunalega blues samanstend- ur oftast af þremur Ijóðlínum þar sem þœr tvœr fyrstu eru eins, en sú þriðja einskonar svar við hinum. Hver lína er yfirleitt fjórir taktar. Margir þekkt- ustu meistarar jazzins hafa verið bluessönvarar s. s. Bessie Smith og Big Bill Broonzy. Eftir Borgarastyrj- öldina fengu negrar frelsi og rétt- indi tii jafns við hvurn annan þjóðfél- agsþegn. En ekki hélst það lengi, um 1870 voru hin illrœmdu Jim Crow lög framkvcemd um öll Suðurríkin (Jim Crow var upprunalega niðrandi nafngift á negrum, líkt og nigger nú á dögum). Jim Crow lögin kváðu á um algjöran að skilnað litaðra og hvitra, um gervöll Suðurríkin. Það er fyrst og fremst sú menningarlega og þjóðfél- agslega einangrun negranna sem af þessum lögum leiddi, er varð ástœð- an til að jafn sérstœð negratónlist og jazzinn myndaðist. I New Orleans, (að sjálfsögðu einnig I öðrum stór- borgum Suðurríkjanna) eru þrœðir evrópskrar og afrískrar tónlistarhefð- ar ofnir saman í vísi þeirrar tónlistar er seinna varð heiminum kunn undir nafninu jazz. Frá Vestur-Afríku hefur jazzinn fyrst og fremst fengnð hljóð- fallið svo og hinar svokölluðu bláu tóna, heiti hinna sérkennilegu svíf- andi tóna, sem framkomu í þriðja og sjöunda tóni bluesskalans, u. þ. b. hálfnótu lœgri en þriðji og sjöundi tónn dúrskalans. Einnig antifoni (Víxl- söngur eða leikur, oft í formi spurn- ingar og svars) og margt fleira. Frá Evrópu komu hljóðfœrin, notkun skrif- aðra útsetninga, auk áhrifa evrópskra hljóma og marsalaga. Tengiliðurinn milli negranna og evrópskrar tónlist- ar voru aðallega Kreólarnir (blend- ingur negra og Rómana). En þeir höfðu sömu þjóðfélagslegu afstöðu og negrarnir, því í Bandaríkjunum er hvur sá talinn negri sem hefur svartan blóðdropa í œðum. Fyrsta jazzhljómsveit veraldar er talin hafa verið hljómsveit sú er kornettleikarinn Buddy Bolden stofnaði í New Or- leans um 1890, en hvurnig sú tón- list hljómaði er Bolden lék vitum við ekki, því aldrei lék hann inná hljóm- plötu. Upp úr aldamótunum 1900 komu fram tónlistarmenn er síðar léku á hljómplötur og við getum með nokkrum sanni slegið því föstu að tónlist sú er þeir léku hafi verið jazz. Þetta voru negrar eins og King Oliver, Kid Ory, Johnny Dodds, Jimmy 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.