Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 60
stéttarheimili og að því leyti ólíkur
höfuðsnillingum jazz þessara tíma,
að þeir voru nœr allir úr öreigastétt.
Hann fœddist órið 1904 í Georgiu,
22ja ára gamall kom hann til New
York til framhaldsnáms í efna- og
eðlisfrœði, þar vann hann fyrir sér
sem píanóleikari og kynntist mcnn-
um s. s. Don Redman (er varð út-
setjari hans) og Duke Ellington, sem
þá nýlega hafði stofnað smáhljóm-
sveit. Henderson komst fljótlega að
raun um það að möguleikar hans til
að innvinna peninga voru miklu
meiri sem tónlistarmaður en háskóla-
menntaður negri; því enginn svartur
fékk vinnu vceri hvítur til taks.
Hljómsveit Hendersons var þannig
skipuð 1923: 2 trompetar, 1 tromb-
óna, 3 saxófónar (saxófónleikararnir
léku einnig á klarinett) og fjögurra
manna rýtmasveit. Og fram á jazz-
svið New York borgar kom hópur
úngra hljómsveitarstjóra og útsetj-
ara: Jimmy Lunceford (útsetj., Sy Oli-
ver), Chick Webb (útsetj. Edgar Samp-
son) Cab Calloway, Earl Hines, Duke
Ellington o. fl. o. fl. Mestur meistari
þeirra allra var Duke Ellington (fœdd-
ur 1899), og enginn hefur en nálg-
ast hann hvorki sem tónskáld útsetj-
ari eða hljómsveitarstjóri. Slíkur
meistari fceðist ekki hvunœr sem er.
í mótsetningu við hljómsveit Hender-
sons, sem fyrst og fremst byggði á
einleikaranum, myndaði Ellington
sjálfstcett hljómsveitarform. Aðalein-
kenni hins ellingtoníska hljómsveitar-
forms varð jungel-stíllinn, þar sem
málmblásararnir blésu aðallega
growl og wa-wa bœði í einleik og
samleik. Mótsetning jungel-stílsins
varð hinn svokallaði mood-stíll, Ijóð-
rœnn og fágaður.
Kreppan mikla í Bandaríkjunum varð
örlagarlk fyrir margan jazzleikarann.
Smáhljómsveitir þcer er léku fyrir lit-
aða áheyrendur í Harlem, South Side
og öðrum negrahverfum urðu at-
vinnulausar. Aðeins stórar hljóm-
sveitir og einstaka einleikarar (eins
og Louis Armstrong), sem léku aðal-
lega fyrir hvíta áheyrendur, komust
af. Flestir meistara New Orleans jazz-
ins s. s. King Oliver, Jelly Roll Morton
og Johnny Dodds féllu í gleymsku.
Vernharður Linnet
58