Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 68
Ljósm. Óli Póll
Leikhús œskunnar hóf starfsemi sína
í Reykjavík fyir skömmu í Tjarnarbœ
með sýningum á nýjum íslenzkum
gamanleik eftir Odd Björnsson, EIN-
KENNILEGUR MAÐUR. Munu lesend-
ur kannast við leik þennan frá því að
hann var fluttur í Ríkisútvarpinu sl. vor
(sjá LEIKHÚSMÁL, 2. tbl.). L. Æ. ferð-
aðist víðs vegar um Norður- og Aust-
urland, þar sem það hafði 18 sýning-
ar á þessum leik við ágœtar undir-
tektir. Einnig sýndi L. Æ. leikinn á 8
stöðum I nágrenni Reykjavíkur. Leik-
arar eru samtals 9, leikstjóri er Guð-
jón Ingi Sigurðsson. Meðfylgjandi
mynd er af þeim Sigurði Skúlasyni f
hlutverki Útigangs og Sœvari Helga-
syni sem einkennilegur maður.
Tveir nýir leikarar, Helga Valtýsdóttir
og Benedikt Árnason, hafa verið fast-
ráðnir til Þjóðleikhússins á svoköll-
uðum A- samningi.
4 stúlkur brautskráust úr Leiklistar-
skóla L. R. síðastliðið vor. Þœr voru
Elín Guðjónsdóttir, Katrín M. Ólafs-
dóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir
og Jónína M. Ólafsdóttir.
Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngv-
ari, hefur verið ráðinn til að syngja
við Stokkhólmsóperuna frá nœstu
áramótum. Mun hann fara með hlut-
verk í óperunum AIDA, TANNHAUSER
og BRÚÐKAUP FIGAROS.
SUMARLEIKHÚSIÐ:
ÆRSLADRAUGURINN
eftir Noel Coward
Noel Coward er hinn mesti þúsund-
þjalasmiður. Hann semur allt milli
himins og jarðar, leikrit, skáldsögur
(„hrœðilegar" að eigin sögn), kvœði,
dœgurlög, og raular þau þá gjarnan
sjálfur. Hann er einn af þessum ,,sel-
skapsskáldum" sem Bretar hafa s'vo
gaman af, smellinn, hœðinn og ákaf-
lega fínn og aristókratískur. Hefur
lagt sinn stóra skerf til hinnar bá-
ensku dagstofukómedíuhefðar. Og
þeir, sem hann hœðir mest, hlœgja
hœst að fyndninni.
Það er að vfsu ekki mikið af háði eða
spotti í leiknum ÆRSLADRAUGURINN,
sem Sumarleikhúsið hefur verið að
sýna vfðs vegar um land í sumar.
Trúlegt er, að margt af orðaleikjum
þeim, sem Englendingar hafa svo
gaman af og nefna ,,witty", fari fyr-
ir ofan garð og neðan f þýðingunni.
Ekki vitum við vér, á hvers reikning
það skal skrifa, þar eð ekki er þýð-
andans getið f leikskrá, eins og það
sé hreint ekki merkilegt að þýða
leikrit.
Annars er leikurinn smellinn, stund-
um skjóta upp kollinum bráðhnyttin
tilsvör, og það er mikið fútt í hlut-
unum hjá þeim félögum Auróru Hall-
dórsdóttur, Maríu Magnúsdóttur, Nfnu
Sveinsdóttur, Sigrfði Hagalín, Þóru
Friðriksdóttur, Gísla Halldórssyni og
Guðmundi Pálssyni. Mœðir þar mest
á Gísla, sem skilar verkefninu af
góðri kunnáttu. Sigrfður Hagalfn leik-
ur ágœtlega hina ólánsömu eigin-
konu hans, sérstaklega í örvinglun
hennar yfir þeirri staðreynd, að ann-
aðhvort sé bóndinn orðinn snar-
geggjaður eða látin fyrri eiginkona
hans hafi heiðrað þau hjónakorn
með heimsókn sinni. Hið sfðara
reyndist hið rétta, þar er kominn
cersladraugurinn f Ifki Þóru Friðriks-
dóttur, létt og kfmin. Nína Sveinsdótt-
ir leikur af miklu Iffi gamla og hressi-
lega seiðkerlingu, stundum ýkt eins-
og vera ber, og stundum vantar ein-
beitinguna. Leikstjórn Jóns Sigur-
björnssonar var fjörleg og ekki of
föst f skorðum, sem hœfði bœði leikn-
um svo og þeirri staðreynd, að hann
var leikinn á hinum sundurleitustu
leiksviðum. Nokkur ágœt drauga-
brögð komu fyrir. Líklega hefur okkar
þúsundþjalasmiður, Steinþór Sigurðs-
son, lagt þar hönd á plóginn, en
hann gerði leiktjöld.
Landslýður hefur f sumar haft tœki-
fœri til að sjá bœði ágœtt listaverk
(ANDORRA), íslensku sensatfónina
HART í BAK og svo til upplyftingar
grfnin tvö, HLAUPTU AF ÞÉR HORNIN
og þetta leikrit. Tvö hin síðastnefndu
eru léttmeti, sem ágœtt er í samfloti
með hinum tveimur. Landslýður fœr
þá líka einhvern smjörþef af því,
hvernig háttað er leikhúslífinu í höf-
uðstaðnum, — í réttum hlutföllum.
ólm
66