Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 68

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 68
 Ljósm. Óli Póll Leikhús œskunnar hóf starfsemi sína í Reykjavík fyir skömmu í Tjarnarbœ með sýningum á nýjum íslenzkum gamanleik eftir Odd Björnsson, EIN- KENNILEGUR MAÐUR. Munu lesend- ur kannast við leik þennan frá því að hann var fluttur í Ríkisútvarpinu sl. vor (sjá LEIKHÚSMÁL, 2. tbl.). L. Æ. ferð- aðist víðs vegar um Norður- og Aust- urland, þar sem það hafði 18 sýning- ar á þessum leik við ágœtar undir- tektir. Einnig sýndi L. Æ. leikinn á 8 stöðum I nágrenni Reykjavíkur. Leik- arar eru samtals 9, leikstjóri er Guð- jón Ingi Sigurðsson. Meðfylgjandi mynd er af þeim Sigurði Skúlasyni f hlutverki Útigangs og Sœvari Helga- syni sem einkennilegur maður. Tveir nýir leikarar, Helga Valtýsdóttir og Benedikt Árnason, hafa verið fast- ráðnir til Þjóðleikhússins á svoköll- uðum A- samningi. 4 stúlkur brautskráust úr Leiklistar- skóla L. R. síðastliðið vor. Þœr voru Elín Guðjónsdóttir, Katrín M. Ólafs- dóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Jónína M. Ólafsdóttir. Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngv- ari, hefur verið ráðinn til að syngja við Stokkhólmsóperuna frá nœstu áramótum. Mun hann fara með hlut- verk í óperunum AIDA, TANNHAUSER og BRÚÐKAUP FIGAROS. SUMARLEIKHÚSIÐ: ÆRSLADRAUGURINN eftir Noel Coward Noel Coward er hinn mesti þúsund- þjalasmiður. Hann semur allt milli himins og jarðar, leikrit, skáldsögur („hrœðilegar" að eigin sögn), kvœði, dœgurlög, og raular þau þá gjarnan sjálfur. Hann er einn af þessum ,,sel- skapsskáldum" sem Bretar hafa s'vo gaman af, smellinn, hœðinn og ákaf- lega fínn og aristókratískur. Hefur lagt sinn stóra skerf til hinnar bá- ensku dagstofukómedíuhefðar. Og þeir, sem hann hœðir mest, hlœgja hœst að fyndninni. Það er að vfsu ekki mikið af háði eða spotti í leiknum ÆRSLADRAUGURINN, sem Sumarleikhúsið hefur verið að sýna vfðs vegar um land í sumar. Trúlegt er, að margt af orðaleikjum þeim, sem Englendingar hafa svo gaman af og nefna ,,witty", fari fyr- ir ofan garð og neðan f þýðingunni. Ekki vitum við vér, á hvers reikning það skal skrifa, þar eð ekki er þýð- andans getið f leikskrá, eins og það sé hreint ekki merkilegt að þýða leikrit. Annars er leikurinn smellinn, stund- um skjóta upp kollinum bráðhnyttin tilsvör, og það er mikið fútt í hlut- unum hjá þeim félögum Auróru Hall- dórsdóttur, Maríu Magnúsdóttur, Nfnu Sveinsdóttur, Sigrfði Hagalín, Þóru Friðriksdóttur, Gísla Halldórssyni og Guðmundi Pálssyni. Mœðir þar mest á Gísla, sem skilar verkefninu af góðri kunnáttu. Sigrfður Hagalfn leik- ur ágœtlega hina ólánsömu eigin- konu hans, sérstaklega í örvinglun hennar yfir þeirri staðreynd, að ann- aðhvort sé bóndinn orðinn snar- geggjaður eða látin fyrri eiginkona hans hafi heiðrað þau hjónakorn með heimsókn sinni. Hið sfðara reyndist hið rétta, þar er kominn cersladraugurinn f Ifki Þóru Friðriks- dóttur, létt og kfmin. Nína Sveinsdótt- ir leikur af miklu Iffi gamla og hressi- lega seiðkerlingu, stundum ýkt eins- og vera ber, og stundum vantar ein- beitinguna. Leikstjórn Jóns Sigur- björnssonar var fjörleg og ekki of föst f skorðum, sem hœfði bœði leikn- um svo og þeirri staðreynd, að hann var leikinn á hinum sundurleitustu leiksviðum. Nokkur ágœt drauga- brögð komu fyrir. Líklega hefur okkar þúsundþjalasmiður, Steinþór Sigurðs- son, lagt þar hönd á plóginn, en hann gerði leiktjöld. Landslýður hefur f sumar haft tœki- fœri til að sjá bœði ágœtt listaverk (ANDORRA), íslensku sensatfónina HART í BAK og svo til upplyftingar grfnin tvö, HLAUPTU AF ÞÉR HORNIN og þetta leikrit. Tvö hin síðastnefndu eru léttmeti, sem ágœtt er í samfloti með hinum tveimur. Landslýður fœr þá líka einhvern smjörþef af því, hvernig háttað er leikhúslífinu í höf- uðstaðnum, — í réttum hlutföllum. ólm 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.