Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 69
LEIKFLOKKUR
HELGA SKÚLASONAR:
HLAUPTU AF ÞÉR HORNIN
eftir Neil Simon
Leikflokkur Helga Skúlasonar lagði
land undir fót í sumar að sýna mikil
vandamál, sem oft steðja að ungum
piparsveinum, hvort sé nú vœnlegra
til varanlegrar lífshamingju, frjálsa
glaða lífið piparsveinsins eða hlýja
og var heimilislífsins í faðmi eigin-
konu og fjölskyldu við arineld. Og
hitt vandamálið, hvenœr sé þvi verki
ungs manns lokið að hlaupa af sér
hornin. Þetta eru náttúrlega mikil
vandamál, en höfundurinn leysir þau
bœrilega í þessum skemmtilega gam-
anleik: eldri bróðirinn, fyrrverandi
piparsveinn af guðs náð, fellur flatur
og kvœnist, en litli bróðir, ekki síður
af guðs náð mesti mömmudrengur,
tekur við piparsveinsembœttinu fyrst
um sinn. Gangur tilverunnar.
Leikurinn er fjörlegur og hefur auk
þess orðið fyrir þeirri upphefð að hafa
verið kvikmyndaður með Frank Sin-
atra í aðalhlutverki, dáðum pleiboi,
sem á allt frá forseta upp! undir-
heimaforingja að talvinum; — Það er
nú önnur saga. En þannig er leikur-
inn sjálfur í eðli sínu í beinan karllegg
hreinrœktaður bandarískur. Kímnin er
snör, skelegg („slagfœdrig"), stund-
um kaldhœðin. One, two, three.
Einnig kippir heldur betur í kynið með
happyendinum bandaríska, þar sem
menn einsog Mr. Baker (Helgi Skúla-
son) snarhrapa allt í einu úr tiltölu-
lega heilsteyptri persónubyggingu og
kúvenda á sálinni til þess að allt geti
farið vel í skyndi í lokin og unnt sé að
slá botni í leikinn. En svona á þetta
víst að vera.
Nefndur Mr. Baker var smellinn ná-
ungi í túlkun Helga, sem hélt þeirri
persónusköpun mestan tímann með
laumulegum augnskotum og hrað-
þurrkuðum athugasemdum. Erlingur
Gíslason var líka í essin sínu sem ör-
lagapiparsveinninn Alan, og hefur
undirritaður varla séð hann (Erling) ná
sér eins vel á strik fyrr, enda var hann
hér eðlilegur og rólegur, en ekki yfir
sig hafinn og hátið- (jaðrandi við
spjátrungs-) legur sem stundum ella.
Þvi miður var ekki hið sama uppá
teningnum hjá yngri bróðurnum,
Buddy, í meðferð Péturs Einarssonar,
sem á það stundum til að vera uppá
þrœði með spennt höfuðleður einsog
eftir of mikla kaffidrykkju. Konur
leiksins voru Brynja Benediktsdóttir
(Peggy), Guðrún Stephensen (Frú
Baker) og Helga Bachmann (Connie).
Leikstjórn Helga Skúlasonar var i stíl,
hreyfanleg og hvatleg. Leiktjöld gerði
Steinþór Sigurðsson og þýðinguna
Hjörtur Halldórsson. í heild smellin
sýning. ólm.
LEIKHÚS ÆSKUNNAR:
EINKENNILEGUR MAÐUR
eftir Odd Björnsson.
Leikstjóri: Guðjón Ingi Sigurðsson.
Nýi leigjandinn, hinn einkennilegi
maður Odds Björnssonar, kom kann-
ske œrnu róti á hina notalegu jafn-
vœgiskennd á heimili fjölskyldunn-
ar Danielsson. En ekki á áhorfenda-
skarann. Hins vegar hefur Oddur
sjálfur umturnað nokkuð viðkvœmri
sálarró einhverra manna i þessum
bœ, sem þótti of glannaleg þau ný-
mœli i islenzkri leikritagerð, sem gaf
að líta á síðastliðnum vetri í Tjarnar-
bœ í liki þriggja einþáttunga hans.
Þessir þœttir hrista uppí ýmsum frœð-
ingum til þess að fara að fílósófera
leikrit og leikhús almennt á prenti, og
þótti sitt hverjum. Hvort sem fólki
líkaði samt betur eða verr, hafði Odd-
ur sýnt framá það, að leikhús þarf
ekki endilega að vera spakyrðafa-
brikka eða krossflœkja stórra örlaga
og atburða eða eftirherma ,,á lífinu",
heldur getur hlýtt eigin reglum, átt
sjálfstœða tilveru, sérstœðu augna-
blika og tilfinninga, sem ekki er unnt
að nema af prenti í skáldsögum.
Margir töluðu um bókmenntagildi,
skáldsagnagildi og hin og önnur
gildi, — en enginn um leikmennta-
gildi.
Svona eru þessi hugtök enn brengluð
hér. Einsog fólk hefur vanizt á að
halda, að kvikmyndir séu (eða eigi
að vera) mynduð leikverk, þá telur
það einnig, að leikrit eigi að vera
uppáklœddur róman með rjúkandi
gáfnafari í hverri linu.
En róman byggist fyrst og fremst á
67