Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 85
PAT: Allir sannir lýðveldissinnar voru á
hlaupum og þurftu á góðum felustað að
halda. Við komum Congrave til valda og
hann sigaði strax lögreglunni á okkur.
RIO RITA: Svo komum við de Valera til
valda, og hann sigaði líka lögreglunni á
okkur.
PAT: Komum við de Valera til valda —
um hvem andskotann ertu að tala?
RIO RITA: Þykistu ekki vita það — ég var
sendiboði Michael Collins í gamla daga. —
PAT: Sendiboði Michael Collins — ein-
mitt það já. Og hann sendi þig eftir hverju
má ég spyrja — sigarettum?
RIO RITA: Kallarðu mig lygara?
PAT: Æ, góða, steinhaltu kjafti.
RIO RITA: Þú veizt það vel að ég var
sendiboði Michael Collins.
MULLEADY: Það eru þrjátíu ár síðan —
þér voruð ekki einu sinni fæddur þá.
RIO RITA: Ég tók þátt í orustunum í O’
Connell-stræti og stóð mig eins vel og
hver annar.
ROPEEN: Má ég kynna — hetjan frá O’
Connellstræti!
RIO RITA: Þú ættir nú bara að passa þig
góði, eða ég —
ROPEEN: Svona, snáfaðu út héðan. (Elt-
ir hana upp.)
RIO RITA: Sko bara — nú ræðst hún aft-
ur á mig og ég hef ekki sagt orð. En ég
kæri mig svo sem ekkert um að vera að
rífast við hana. Það er bara til að svekkja
sjálfan sig að vera að rífast við svona
frekjur. Oj-bara. Þá er betra að fara upp
til mín og leggja mig.
PAT: Jæja, í stuttu máli sagt. Ríkisstjórn
Congraves hélt áfram að hundelta lýð-
veldissinna, þegar Bretamir hættu því og
ríkisstjóri de Valera hélt því líka áfram,
þegar Congrave var farinn frá.
MEG: Sem sé, gamla sagan. Fjórbjörn í
Þríbjörn, Þríbjörn í Tvíbjörn, Tvíbjörn í
Einbjörn og ekki gekk rófan.
PAT: Nei, en það var auðvitað ekkert
upp úr þessu að hafa, — að fela hund-
elta lýðveldissinna, svo við vorum neydd-
ir til að fara að leigja alls konar rakkara-
pakki til að halda rekstrinum gangandi.
Þessu göfuga húsi, þar sem svo margar
hetjur höfðu átt sér samastað, var breytt
í lastabæli; og það stóð svo sem ekki á
vissu fólki að hjálpa til við breytinguna.
MEG: Kvikindið þitt! Sjálfur Satan hirði
þig og þessa ormétnu löpp þína! Að ég
eigi einhvem þátt í því hvernig komið er
fyrir þessu! Jú, það getur verið að ég sé
hóra, en ég er þó að minnsta kosti ósvik-
in írsk hóra og ættjarðarvinur.
PAT: Auðvitað. Auðvitað veit ég það.
Svona, vertu róleg. Erum við kannski ekki
maður og kona — eða svona hér um bil?
MEG: Jú, Pat, við emm það — svona hér
um bil.
PAT: Auðvitað var það ekki þú sem ég
meinti. Ég var að tala um þær þama
Ropeen gömlu og Colette og — allt hitt
pakkið.
COLETTE: Ég er ekkert upp á það komin
að búa hérna.
MEG: Minnstu ekki á hana Colette í mín
eyru eftir meðferðina á þessum aumingja
stjórnarráðsfulltrúa, sem. . . .
PAT: (grípur fram í): Svona, vertu nú
ekki að rifja það upp núna.
Ja, ég skal segja þér, Pat, að þetta var
ekki neitt saklaust grín, þegar aumingja
maðurinn liggur þarna á hnjáinum við
rúmið og er að lesa bænirnar sínar, að
fara þá að stela af honum hverjum ein-
asta eyri og skilja hann eftir á nærbux-
unum fyrir augunum á Guði almáttugum,
ef svo mætti segja.
(Sálmasöngur uppi, Rio Rita inn með
gauragangi og negrinn í boxbúningi með
hanzka og allt.)
Hvur sjálfur andskotinn gengur á?
RIO RITA: Ég hélt ég yrði ekki lengur
hissa á neinu, en þetta gengur sko alveg
fram af mér. Almáttugur, maður fær ekki
einu sinni næði til að æfa svolítið hnefa-
leik út af fyrir sig með vini sínum.
MEG: Hvaðan kemur allur þessi hávaði?
RIO RITA: Það er hann þama uppi á 3.
hæð. Harm er með ókunnugan kvenmann
í herberginu sínu!
MEG: Mulleady gamli?
RIO RITA: í þrjá tíma er hann búinn að
hafa hana hjá sér, og lætin maður, ég
hef bara aldrei heyrt neitt gasalegra. Já,
hlæið þið bara, en þetta eru svo sannar-
lega ekki nein meðmæli með okkur hin-
um stelpunum héma í húsinu.
ROPEEN: Rétt hjá þér. Svonalagað getur
bara ekki gengið.
MEG: Er það þessi einfætta á númer 8?
RIO RITA: Nei, hún er ekki einu sinni
héðan úr götunni, hvað þá heldur héðan
úr húsinu. Bláókunnugur kvenmaður.
MEG: Hvers konar kvenmaður?
RIO RITA: Ja, kvenmaður — af þessari
löggiltu sort, þið vitið.
MEG: Þetta vesæla, gamla úrkynjaða
himpigimpi, hvers konar hús heldur hann
eiginlega að þetta sé?
COLETTE: Þarna koma þau.
(Mr. Mulleady og Miss Gilchrist birtast á
stigapallinum krjúpandi, syngjandi sálm
eða bæn, skómir við hlið þeirra.)
MULLEADY: Við skulum biðja, Miss Gil-
christ, og okkur verður fyrirgefið. (Káfar
um leið í Gilchrist.)
MISS GILCHRIST: í Drottins nafni, Mr.
Mulleady, við skulum rejma að hafa
kristilegan hemil á sjálfum okkur.
MULLEADY: Ég biðst afsökunar, Miss Gil-
christ. Lát ei hægri höndina vita hvað
sú vinstri gerir. Miss Gilchrist finnið þér —
(Káfar um hana aftanverða.)
MEG (kallar): Mr. Mulleady!
MULLEADY: — hvernig sálir okkar renna
saman ?
MEG: Mr. Mulleady!
(Bænahald og káf hættir. Mulleady fer I
skóna. Miss Gilchrist lagar sig til.)
MULLEADY: Eruð það þér, Mrs. M.
Meg: Er það ég? Já, það er ég og ekkert
kjaftæði með það. Komið þér orðalaust
niður og takið þessa blygðunarlausu tík
með yður.
MULLEADY: Hvað viljið þér? Voruð þér
að kalla á mig, Mrs. M ?
MEG: Ef þér heitið Mulleady, þá var ég
að kalla á yður og ég var líka að kalla
á þessa auðvirðilegu hóru sem þér hafið
þarna hjá yður. Ég kallaði ekki á hana
með nafni, því að mér hefur ekki hlotnast
sá heiður að vera kynnt fyrir henni, ef
hún er þá ekki að fullu búin að glata
nafni sínu ásamt mannorðinu með sínu
lastafulla líferni. Svona, niður með þig
hingað gáran þín, hver sem þú ert.
(Meg rekur alla út og felur sig bak við
dymar. Mulleady kemur inn, sér engan,
ætlar að snúa við, en Meg stöðvar hann,
rekur hann á undan sér að einum stóln-
um.)
MULLEADY: Mrs. M„ hún hefði getað
heyrt til yðar.
MEG: Og hvað með það? Hvað hefur hún
eiginlega sem ég hef ekki, ef ég má
spyrja ?
MULLEADY: Hún er dama. Hún er æm-
verðug kona.
MEG: Hah! Ef hún er æruverðug kona, þá
er ég heilög Birgitta. Hvað meinið þér
annars með því að draga hóm inn í þetta
hús.
PAT: Já, til hvers að bera í bakkafullan
lækinn ?
(Colette, Ropeen, Rio Rita og Meg þyrp-
ast að Mulleady og setjast á hné honum,
ýfa hár hans, kitla hann. Negrinn boxar
út í loftið, sjómaðurirm sofnar með flösku
af vodka, Pat tekur engan þátt í þessu.)
MEG: Mr. Mulleady, háæruverðugi Mr.
Mulleady, vissuð þér ekki að þér gátuð
fengið allt sem hjartað girnist á þessu sviði,
hér á staðnum.
RIO RITA: Já, bókstaflega allt sem hjart-
að girnist.
MEG: Svei mér þá, ég skil bara ekkert í
yður, Guð veit þó, að ég hef staðið með
yður gegnum þykkt og þunnt, jafnvel
þegar hann þama vildi kasta yður öfug-
um út á götuna eins og þér áttuð skilið
fyrir að vera sá ómerkilegi skíthæll og
tugthúslimur sem þér svo sannarlega er-
uð.
MULLEADY: Þakka yður fyrir Mrs. M.
Blíða yðar er sem balsam á svíðandi sár
míns hjarta.
MEG: Jæja, eruð þér búinn að jafna yð-
ur.
MULLEADY: Ja, ja, vissulega, þakka yður
fyrir.
MEG: Gott og vel. Látið hana þá koma
niður, þessa drag. .. .
MULLEADY: Mrs. M. — hún er —
MEG: Svona, ekkert múður, kallið á hana,
orðalaust og á stundinni — eða —
MULLEADY (veiklega): Miss Gilchrist.
GILCHRIS: Já, Mr. Mulleady?
MULLEADY: Vilduð þér gjöra svo vel
83