Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 89

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 89
(R.R. hlustar á útvarpið, Mr. Mulleady skýrir frá því sem sagt var í fréttunum á meðan). MULLEADY: Þetta var opinber tilkynning frá ríkisstjórn Norður írlands. RIO RITA: Sssssss. MULLEADY: Það er búið að ákveða það klukkan átta í fyrramálið. Enginn frestur. Fulltrúi krúnunnar. Allt klappað og klárt, er ég hræddur um. COLETTE: Ssssss. Ég heyri ekkert fyrir ykkur. Samkvæmt áætlun klukkan átta í fyrramálið. PAT: Skrúfaðu fyrir þetta helvítis gargan þitt. MEG: Guð hjálpi okkur öllum. TERESA: Veslings drengurinn. ROPEEN: Klukkan átta í fyrramálið —- hugsið ykkur bara. MEG: Já, en það gæti nú verið að þeir náðuðu hann samt á síðustu stundu. Ekki nema átján ára — aumingja strákurinn. OFFISER: Það er nú reyndar ekkert nýtt í sögunni að Englendingar hengi átján ára íra. Þeir hafa gert það fyrr — og ekki hara íra — Kýpurbúa líka. PAT: Og Araba og Gyðinga. MEG: Svo maður tali nú ekki um þessi grey þama niðri í Afríku og á Indlandi. Hafið þið heyrt um þá? Akkúrat sama af- greiðslan sem þeir fengu. En haldið ekki að de Valera gæti gert eitthvað i málinu ? OFFISER og PAT (saman): De Valera! (Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru sam- mála). MEG: Ég er viss um að hann gæti bjargað stráknum ef hann bara vildi. Þeir segja að hann sé afskaplega gáfaður. Þeir segja að hann tali sjö tungumál. PAT: Gallinn er bara sá, að í þeim tungu- málaflokki er hvorki enska né írska — annars gætum við kannski öðru hverju skilið eitthvað af því sem hann er að ljúga í okkur. RIO RITA (er að fikta við tækið): Ssssss. Þegið öllsömul! Það er eitthvað um að vera. (Colette endurtekur fréttalesturinn og Mulleady, Ropeen, Rio Rita og Teresa bergmála það): „í nótt sem leið rændi lýðveldisherinn brezkum hermanni sem var að koma út af dansstað í Armagli. Þrír menn drógu hann með sér inn í bíl. Síðast þegar sást til bílsins stefndi hann á hraðri ferð til landamæranna. Öllum her deildum hafa verið gefnar skipanir um að ....“ OFFISER: Slökkvið á tækinu, Patrekur, rekið þau út. PAT: Ég get ekki gert það svona upp úr þurru án þess að vekja grun á okkur. OFFISER: Jæja, þá komið þér útfyrir með mér. (Pat, Offiserinn og sjálfboðaliðinn fara út). RIO RIITA: Hver er hann þessi? MEG: Hann er á vegum hins opinbera að tannsaka heilsuspillandi húsnæði. MULLEADY: Veslings drengurinn — I þessum einmanalega klefa sínum — bíð- andi alla nóttina eftir því að verðirnir komi að sækja hann í fyrramálið. TERESA: Maður getur farið að gráta við tilhugsunina. MULLEADY: Ég veit nákvæmlega hvernig honum líður. MEG: Nú, hvernig þá? MULLEADY: Ég hef sjálfur setið inni. MEG: Æjá, ég var búin að gleyma því. RIO RITA: í Mountjoy fangelsi með öllum frelsishet junum ? MULLEADY: Já, einmitt — í Mountjoy. RIO RITA: Ég líka. — (Allir setjast við fætur Mulleady). MULLEADY: í næsta klefa við mig var dauðadæmdur maður. RIO RITA: Fyrir hvað voi'uð þér settur inn? MULLEADY: Það var allt út af Pall Mall gazette 1919. COLETTE: Út af hverju? MULLEADY: Pall Mall Gazette. COLETTE: Hvað er það? MULLEADY: Það er tímarit. Ég sá aug- lýsingu í því. Hún var frá tryggingafélagi. Ég setti alla mína sparipeninga í félagið, og átti í staðinn að fá tuttugu punda líf- eyri á ári. MEG: Var það nú allt og sumt. ROPEEN: Tuttugu pund voru miklir pen- ingar í þá daga. MULLEADY: Einmitt. En þegar átti að fara að borga mér lífeyrinn, þá var auð- vitað búið að lækka gengið, svo að ég hljópst á burt með kirkjusjóðinn í stað- inn. MEG: O, þokkapilturinn. MULLEADY: Og fyrir það var ég settur inn. RIO RITA: En þessi dauðadæmdi? Hvað hafði hann gert? MULLEADY: Ja, það var býsna fróðlegt mál, skal ég segja ykkur. Flynn held ég hann hafi heitið. Hann hafði komið kon- unni sinni fyrir í brunni. Hélt því fram að það hefði verið slys. Sagði að konan hefði verið að bjarga kjúkling sem hefði dottið í brunninn. En því miður þegar lögreglan fann þau í brunninum, þá lá kjúklingurinn ofan á frúnni. COLETTE: Hvað sátuð þér lengi inni? MULLEADY: í þrjú ár. RIO RITA: Það er ekki hægt að sjá það á yður. MULLEADY: Og allan þann tíma var yngri bróðir minn að ferðast um heiminn og njóta lífsins. ROPEEN: Já, það er mikið hvað sumir geta ferðast. MULLEADY: Hann heimsótti allar höfuð- borgir í Evrópu, kom til Cardiff, og Liver- pool og líka til London. Skemmti sér við það kvöld eftir kvöld að horfa á Marie Lloyd í Tívolí. ROPEEN: Marie Lloyd! Hún var yndisleg. MULLEADY: Það getur vel verið, en á meðan varð ég að dúsa í tugthúsinu. Það urðu voðaleg vonbrigði fyrir hana móður mína. MEG: Ég hef sem betur fer aldrei valdið henni móður minni neinum vonbrigðum — enda varð ég aldrei þess heiðurs njót- andi að kynnast henni. MULLEADY: Æ, hvað það var leiðinlegt, — svo þér hafið aldrei átt neina móður ? MEG: Éé hef nú aldrei heyrt um neinn sem hafi sloppið við að eiga móður — þó að margir hafi reyndar sloppið við að eiga föður. Ég átti aftur á móti föður, en móður mína elskulega sá ég aldrei. ALLIR: Sorglegt, átakanlegt — ég þekkti aldrei móður mína — að þekkja aldrei móður sína. MEG: Er það meiningin að sitja hér á rassinum í allt kvöld, vælandi yfir mæðr- um ykkar? Eruð þér búinn að sópa her- bergið ? MULLEADY: Nei, og hef ekki hugsað mér að gera það. MEG: Jæja, skreppið þá út og sækið okk- ur tólf bjóra. (MULLEADY fer og talar við Kötu, pían- istann): Það lítur út fyrir að við séum orðin alveg lens, og ef þið ætlið að hanga hérna lengur, þá er bezt þið hjálpið okk- ur við að búa um. COLETTE: Æ, ég má til með að fara að hvíla mig svolítið, — ég get varla sagt ég hafi staðið á fætur í allan dag. MULLEADY: Kata segir að við fáum ekki skrifað meira. MEG: Kata mín góða, ég er að skrælna af þurrki. RIO RITA: Ég veit hvað ég geri. Ég fer niður á kajann að gá hvort ég næ þar ekki í einhvern seilor — svo ég geti út- vegað einn kassa af bjór. (Fer.) MEG: Mundu að koma með bjórinn hing- að. ROPEEN: Já og seilorinn líka. (Ropeen, Mulleady og Colette fara. Teresa og Meg fara að búa um rúmið). TERESA: Það eru sumir býsna skrítnir hér í húsinu. MEG: Það eru lika ýmsir býsna skrítnir í heiminum, Teresa. TERESA. Ég kann vel við hann þennan stóra. Það var enginn eins og hann í klausturskólanum. MEG: Meinarðu Rio Ritu? TERESA: Já, voða finnst mér það sniðugt nafn. MEG: Hvað er langt síðan þú losnaðir úr klausturskólanum ? TERESA: Ég hef bara unnið á einum stað síðan, eins og ég sagði þér, hjá fjölskyld- unni í Drumcondra. MEG: Af hverju fórstu þaðan? Hirtirðu eitthvað ? TERESA: Hvað segirðu? MEG: Hirtirðu eitthvað sem þú áttir ekki að hirða? TERESE: Ég hef aldrei stolið neinu á ævi minni, MEG: Svona, það er engin ástæða til að 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.