Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 91
SJÁLFBOÐALIÐI: Ekki heldur. (Bíður
unz Offiser fer.) Heyrðu, þú færð te-
bolla rétt strax.
HERMAÐUR: Flottheitin, maður „I’ll get
a nice cuppa tea in the morning, A nice
cuppa tea . . . .“.
OFFISER (þjótandi): Hvað er nú að?
HERMAÐUR: Ekkert.
(Sjálfboðaliðinn kemur aftur.)
OFFISER: Því þá þessi ólæti?
HERMAÐUR: Mér datt bara í hug að hún
gæti kannski farið að koma með teið.
OFFISER: Hún hver?
HERMAÐUR: Þessi sem við hittum hérna
fyrst. Asskoti skverleg stelpa — ha ?
OFFISER (við sjálfboðaliðann): Hafðu
auga með honum. Ég ætla að athuga
hvernig gengur með teið.
(Allir ryðjast að.)
COLETTE: Aðeins fimm mínútur — uppi
á lofti — það skal ekki kosta neitt.
PAT (kemur inn): Svona burt með ykk-
ur, þið hafið ekkert hér að gera.
(Ruskar öllum út. Kallar á Teresu.)
Komdu nú og farðu með það inn til hans.
(Teresa gengur inn í herbergið með
bakka.)
HERMAÐUR: Halló, ég var einmitt að
vonast til að fá að sjá þig aftur.
TERESA: Og hér er ég með svolítinn te-
sopa handa yður.
HERMAÐUR: Heyrðu — gantalega fannst
mér gaman að sjá þig dansa. Þetta líka
ekta klára fótaspil, maður.
TERESA: Ég þakka. (Getur ekki fundið
stað til að setja bakkann á.)
HERMAÐUR: Ætlarðu ekki að fá þér svo-
lítið með mér?
TERESA: Æ, stattu nú ekki svona gláp-
andi eins og kjáni. Og ætli þú verðir í
vandræðum með að klára þetta. Það
hljóta að vera farnar að gaula í þér
garnirnar af hungri.
HERMAÐUR: Heyrðu, mixaðirðu þetta
allt saman handa mér sjálf?
TERESA: Já, og þú varst svo heppinn að
Meg lét mig fá tvær sneiðar af beikoni.
HERMAÐUR: Fín kerling hún Meg.
TERESA: Hún sagði að þú yrðir að fá
tvisvar sinnum meira en fullorðið fólk, af
því þú hefðir tvisvar sinnum meiri þörf
fyrir það.
HERMAÐUR: Nú, af hverju?
TERESA: Þú þyrftir það ekki bara til að
lifa, heldur líka til að stækka og verða
duglegur, eins og allir litlir strákar.
HERMAÐUR: Heyrðu góða — ætli ég sé
ekki að minnsta kosti eldri en þú.
TERESA: Mér finnst þú samt voða stráka-
legur.
HERMAÐUR: Strákalegur? Ég er bráð-
um nítján.
TERESA: Ég líka.
HERMAÐUR: Hvenær áttu afmæli?
TERESA: í janúar. Tuttugast og fimmta
janúar. En þú?
HERMAÐUR (skömmustulega): í ágúst.
TERESA: Þarna sérðu. Ég er eldri en þú.
89