Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 91

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 91
SJÁLFBOÐALIÐI: Ekki heldur. (Bíður unz Offiser fer.) Heyrðu, þú færð te- bolla rétt strax. HERMAÐUR: Flottheitin, maður „I’ll get a nice cuppa tea in the morning, A nice cuppa tea . . . .“. OFFISER (þjótandi): Hvað er nú að? HERMAÐUR: Ekkert. (Sjálfboðaliðinn kemur aftur.) OFFISER: Því þá þessi ólæti? HERMAÐUR: Mér datt bara í hug að hún gæti kannski farið að koma með teið. OFFISER: Hún hver? HERMAÐUR: Þessi sem við hittum hérna fyrst. Asskoti skverleg stelpa — ha ? OFFISER (við sjálfboðaliðann): Hafðu auga með honum. Ég ætla að athuga hvernig gengur með teið. (Allir ryðjast að.) COLETTE: Aðeins fimm mínútur — uppi á lofti — það skal ekki kosta neitt. PAT (kemur inn): Svona burt með ykk- ur, þið hafið ekkert hér að gera. (Ruskar öllum út. Kallar á Teresu.) Komdu nú og farðu með það inn til hans. (Teresa gengur inn í herbergið með bakka.) HERMAÐUR: Halló, ég var einmitt að vonast til að fá að sjá þig aftur. TERESA: Og hér er ég með svolítinn te- sopa handa yður. HERMAÐUR: Heyrðu — gantalega fannst mér gaman að sjá þig dansa. Þetta líka ekta klára fótaspil, maður. TERESA: Ég þakka. (Getur ekki fundið stað til að setja bakkann á.) HERMAÐUR: Ætlarðu ekki að fá þér svo- lítið með mér? TERESA: Æ, stattu nú ekki svona gláp- andi eins og kjáni. Og ætli þú verðir í vandræðum með að klára þetta. Það hljóta að vera farnar að gaula í þér garnirnar af hungri. HERMAÐUR: Heyrðu, mixaðirðu þetta allt saman handa mér sjálf? TERESA: Já, og þú varst svo heppinn að Meg lét mig fá tvær sneiðar af beikoni. HERMAÐUR: Fín kerling hún Meg. TERESA: Hún sagði að þú yrðir að fá tvisvar sinnum meira en fullorðið fólk, af því þú hefðir tvisvar sinnum meiri þörf fyrir það. HERMAÐUR: Nú, af hverju? TERESA: Þú þyrftir það ekki bara til að lifa, heldur líka til að stækka og verða duglegur, eins og allir litlir strákar. HERMAÐUR: Heyrðu góða — ætli ég sé ekki að minnsta kosti eldri en þú. TERESA: Mér finnst þú samt voða stráka- legur. HERMAÐUR: Strákalegur? Ég er bráð- um nítján. TERESA: Ég líka. HERMAÐUR: Hvenær áttu afmæli? TERESA: í janúar. Tuttugast og fimmta janúar. En þú? HERMAÐUR (skömmustulega): í ágúst. TERESA: Þarna sérðu. Ég er eldri en þú. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.