Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 94

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 94
PAT: Bullur og illmenni upp til hópa. (Fer.) TERESA (kemur inn, hvíslar): Leslie! HERMAÐUR: Fékkstu sígaretturnar ? TERESA: Offiserinn tók við þeim. Lét hann þig ekki fá þær? HERMAÐUR: Nei. (Teresa blótar á írsku.) Ussussss. Rólegan æsing. Ekki þetta bölv og ragn. Maður á bara að hafa vit á að treysta aldrei offiserum. (Það heyrist hvína í sekkjapípu Mon- sjurs.) Hvað er þetta? TEREST: Það er Monsjur að æfa sig á sekkjapípurnar. Harm ætlar að spila sorg- arlag í fyrramálið út af stráknum í Bel- fast. HERMAÐUR: Ja, sá má aldeilis spjara sig ef hann ætlar að vera kominn í sæmilega æfingu fyrir þann tíma. TERESA: Þú ættir að skammast þín fyrir að vera að grínast með þetta. (Pípurnar þagna.) HERMAÐUR: Ég er ekkert að grínast. Ég vorkenni strákgreyinu, en ég skil bara ekki hvaða gagn hann ætti að hafa af öllum þessum hávaða. TERESA: Karlinn hann Monsjur er nú samt einn af þessum fínu mönnum okkar. Hann gekk í skóla með kónginum. HERMAÐUR: Með hverjum ? TERESA: Kónginum ykkar. HERMAÐUR: Við höfum engan kóng. TERESA: Jæja, kannski hann sé dáinn núna, en þið höfðuð einu sinni kóng. HERMAÐUR: Við höfum hertoga núna. Hann fær kaup fyrir að standa tveimur metrum fyrir aftan drottninguna. TERESA: Mér er sama, Monsjur setti að minnsta kosti frat á ykkur og kom hing- að til að berjast fyrir írland. HERMAÐUR: Út af hverju? Hafði ein- hver gert írlandi eitthvað til bölvunar? TERESA: Gerði England yfirleitt nokkuð annað — í mörg hundruð ár? HERMAÐUR: Uss, það var fyrir áralöngu síðan, — og þá voru allir alltaf kófsveittir við að gera öllum allt til bölvunar hvort sem var. TERESA: En nú er þetta allt breytt, býst ég við? Farðu og spurðu strákinn í Bel- fast hvort honum finnist það ekki. HERMAÐUR: Ja, það er nú varla hægt að ætlast til að hinar og þessar blækur geti fengið að vaða um og skjóta lögreglu- þjóna eins og akurhænur. Ég er sjálfur ekkert hrifinn af lögregluþjónum, en það verður að halda uppi lögum og reglu. Og mér fyndist það nokkuð langt gengið ef allir þeir sem eru eitthvað á móti lögg- unni gerðu sér bara lítið fyrir og plöff- uðu hana niður. Hver ætti þá að stjórna umferðinni ? TERESA: Löggan í Ulster stjórnar um- ferðinni á skriðdrekum og brynvörðum bílum. HERMAÐUR: Heyrðu góða — þú skalt bara athuga það, að hann yrði hengdur, jafnvel þó hann væri Englendingur. TERESA: Hann barðist nú einmitt vegna þess að Englendingar þurfa endilega að vera að þvælast hér á írlandi. HERMAÐUR: Hvað segirðu þá um alla írana sem eru að þvælast í London? Eng- um dettur í hug að plaffa á þá... En London er auðvitað London. Og þar ætt- um við einmitt að vera núna, labbandi niður Piccadilly á laugardagskvöldi. TERESA: Þú ert nú álíka montinn af þessari London þinni eins og sumir hérna eru af Dyflinni. HERMAÐUR: Ertu ekki frá Dyflinni, Ter- est? TERESA: Nei, þakka þér fyrir. HERMAÐUR: Saklaus sveitapía, ha — Teresa ? TERESA: Ég ólst upp í klausturskólanum í Ballymahon. HERMAÐUR: Ég ólst upp á götuhornun- um í East End. TERESA: Búa pabbi þinn og mamma þar? HERMAÐUR: Ég á hvorki pabba né mömmu. TERESA: Þú ert þó ekki munaðarlaus? HERMAÐUR: Jú, það er nú einmitt það sem ég er. Ég er eitt af hinum sjö mun- aðarlausu börnum sem sagt er frá í ævin- týrinu. TERESA: Þú ert bara að plata. HERMAÐUR: Nei, alveg satt. Það var sko þannig, að mamma stakk af með Pólverja — og þú mundir ekki ásaka hana fyrir það, ef þú hefðir kynnzt hon- um pabba. (Monsjur kemur inn, spilandi á sekkja- pípurnar.) Það eina góða við þessar sekkjapípur er, að það er engin lykt af þeim. MONSJUR: Ég er ekki orðinn vel góður enn, Patrekur, finnst þér það? PAT: Nei, Sir, ekki vel góður. MONSJUR: Það er samt engin ástæða til að æðrast, þetta hefst. Þetta hefst. Ég skal hundur heita, ef ég verð ekki orð- inn góður í fyrramálið. PAT: Já, Sir. MONSJUR (fær Pat pípurnar): Og þá er bezt að við hefjum okkar vikulegu liðs- könnun, Patrekur. PAT: Yes, Sir. (Hrópar.) írar! Lýðveldis- sinnar! Ættjarðarvinir! Raðið ykkur upp! Raðið ykkur upp! (Allir hússins íbúar nema Meg og Offiser- inn, koma þjótandi, raða sér upp.) HERMAÐUR: Ég líka? PAT: Já, þú lika, aftast í röðina. Brjóstið fram! Magann inn! (Liðið plampar með fótunum, einhver hrópar ,,01e“.) Beina röð! Allir viðstaddir og vel á sig komnir, Sir. MONSJUR: Harðsnúið lið. Ósigrandi. (Gengur með röðinni, athugar liðið. Við Grace prinsessu). Liðsauki frá nýlendun- um, ha? (Við Rio Ritu). Haltu púðrinu þurru, drengur minn. RIO RITA: Ég mun reyna það, Sir. MONSJUR (við Colette): Þú stendur þig vel, væna mín. COLETTE: Þakka yður fyrir, Sir. MONSJUR (við Sjálfboðaliðann): Nafn? SJÁLFBOÐALIÐINN: O’Connor, Sir. MONSJUR: Hvar stassjóneraður ? SJÁLFBOÐALIÐINN: í farmiðasölunni hjá írsku ríkisjárnbrautunum, brautarpalli nr. 3, aðalstöðinni. MONSJUR (við hermanninn): Nafn? HERMAÐUR: Williams, Sir. Leslie A. Willi- ams. MONSJUR: Stassjóneraður ? HERMAÐUR: í Armagli, Sir. MONSJUR: Og kannt vel við þig þar? HERMAÐUR: Nei, Sir. Þetta er óttalegur nástaður. Öllum búlum er lokað kl. 10. Steindautt pláss. Ómögulegt að fá dropa að lepja á sunnudögum. (Röðin leysist upp). MONSJUR: Patrekur, er þetta enski pilt- urinn ? PAT: Já, Sir. MONSJUR: Ja, hver skollinn, Patrekur, okkur hefur orðið á í messunni. Leystu upp fylkinguna. PAT: Liðskönnuninni er lokið! Það hafa orðið svolítil mistök! Burt með ykkur! (Allir fara, nema Teresa). MONSJUR: Hvað er þessi stúlka að gera hér? Koma sér í mjúkinn við óvininn? PAT: Ekki þessa stundina. Hún er bara að búa um rúmið hans. MONSJUR: Ég þarf að leggja nokkrar spurningar fyrir fangann, Patrekur. PAT: Já, Sir. MONSJUR: í fullu samræmi við ákvæði Genfar-samkomulagsins. PAT: Að sjálfsögðu, Sir. MONSJUR: Nafn? HERMAÐUR: Williams, Sir. Leslie A. Williams. MONSJUR: Staða í hernum ? HERMAÐUR: Óbreyttur. MONSJUR: Númer? HERMAÐUR: 23774486. MONSJUR: Það er talsvert. Áfram með smérið. HERMAÐUR: Leyfist mér að spyrja yður einnar spurningar gamli? MONSJUR: Leyfist honum það, Patrekur? PAT: Spurningin leyfð, Sir. Eitt skref áfram, gakk! HERMAÐUR: Til hvers eru öll þessi rör? MONS-JUR: Rör? Þetta eru tæki til að framleiða tónlist. Þetta er hljóðfæri göf- ugs og æfagamals kynþáttar. HERMAÐUR: Hvað er kynþáttur eigin- lega? MONSJUR: Kynþáttur er það kallað þegar tiltekið fólk hefur lengi átt heima á sama stað. HERMAÐUR: Þá ætti gamli sergent-majór- inn okar að vera orðinn að kynþætti. 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.