Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 98

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 98
GILCHRIST: Ég starfa á vegum kærleik- ans. Eruð þér sáttur við skapara yðar? HERMAÐUR: Já, því skyldi ég ekki vera það ? Er hann kannski eitthvað reiður við mig? GELCHRIST: Veslings drengurinn. Ég vor- kenni honum eins og ég væri móðir hans. (Hún byrjar að syngja „Af sonarást, mamma, ég sendi —“) HERMAÐUR: Haldið yður saman, þetta er alvarlegt mál. (Les). „í yfirlýsingu sem í dag barst öllum blöðum og fréttastofum.. . hann hefur verið tekinn sem gisl... Gísl! Það er ég ... Ef ... verður líflátinn, þá lýsir írski lýðveldisherinn því yfir, að hermaðurinn Leslie Alan Williams verður skotinn ... verður skotinn ... og metin þar við jöfnuð“. (Snýr sér að hinum). Þýðir þetta virkilega að þeir ætli að skjóta mig? MULLEADY: Anzi er ég hræddur um það já. HERMAÐUR: Af hverju? MONSJUR: Þér eruð gíslinn. HERMAÐUR: En ég hef ekki gert neitt af mér. OFFISER: Strið er stríð. HERMAÐUR: Eitthvert ykkar hlýtur að vilja hjálpa mér, ha? Hjáilpa mér að sleppa ? (Allir hörfa og horfa á hann þegjandi, skilja hann einan eftir). Svo þið eruð þá svona, skepnur og aum- ingjar upp til hópa. Olræt. Klár með undir spilið Kata.(Syngur „I am a Happy English Lad“). Hér stendur kátur enskur yngissveinn með óspillt hugarfar, sem biður himnaguð að blessa Buckinghamhöll og bústýruna þar. Ó, leyfðu henni lon og don að lifa (vel) í sús og dús; af bljúgum huga hana tigna ég og hennar Filippús. Já, ég er kátur, enskur yngissveinn, sem elska kóngafólk og hef nautn af þvi að súpa síðdegiste með sykri og með mjólk. Ég ann þér gamla England mitt, þú ert mín von og trú, en negrahyskið svarta senda vii ég suðri Timbúktú. (Lúðrablástur og hann heilsar að her- mannasið). (Tjaldið). ÞRIÐJI ÞÁTTUR (Gerist sama kvöld o.s.frv.) PAT (syngur): Rétt hjá Macroom við lágum I leyni þar sem lyngið var rautt eins og blóð. Hérna fáðu þér að drekka. (Fær Leslie bjórflösku). HERMAÐUR: Hvað er klukkan? PAT: Veit það ekki. Spurðu hann. SJÁLFBOÐALIÐINN: Úrið mitt er stopp- að. PAT (syngur). Síðan hófum við skothríð sem skall á eins og skrugga með ferlegum gný. MEG: Gerðu það, hættu þessu gauli, Pat. (Hann hættir). PAT: Hverslags er þetta? Má maður ekki lengur iðka sönglist í sínu eigin húns? MEG: Nei, hann þarna Sponni spýturass bæti heyrt í þér, og þá er hann vís til að koma hingað vaðandi inn á okkur með allan sinn slettirekuskap. PAT: Um hvern ertu að tala? MEG: Þennan generál frá lýðveldishern- um, eða hvað hann nú er. PAT: Hann generáll, i gamla daga hefðum við ekki einu sinni getað brúkað hann sem hestastrák. MEG: Ég hef heyrt að nú til dags taki öngvir þeirra í mál að vera neitt minna en generálar. PAT: Auðvitað, mömmudrengir í dátaleik, og þykjast allir gera generálar. (Miss Cilchrist kemur í náttfötum, reynir að laumast iim til Leslie, Sjálfboðaliðinn stöðvar hana). GILCHRIST: Leslie — Leslie — SJÁLFBOÐALIÐINN: Hvert ætlið þér? PAT: Hingað góða, gjörið svo vel, og fáið yður sæti. (Dregur Miss Gilchrist nauðuga að borð- inu til þeirra). GILCHRIST: Ja, þið verðið að afsaka hvernig ég er klædd. PAT: Þér eruð hrífandi. Og fáið yður að drekka. GILCHRIST: Nei, þakka yður fyrir, mr. Pat. PAT: Jú, skellið þessu í yður. GILCHRIST: Nei, í alvöru talað, mr. Pat. Ég drekk aldrei áfengi. MEG: Hún kærir sig ekki um þetta. PAT: Þegiðu! Ég er að segja yður að drekka! GILCHRIST: Nei — mr. Pat — ég — PAT: Drekkið þetta segi ég. (Hún drekk- ur). Er yður það ljóst, Miss Gilchrist að þér eruð að tala við mann sem var kapt- einn! — kapteinn! í þá daga þegar ekki var neitt sem hét elsku mamma. MEG: Jú, mikið asskoti sem hann var líka merkilegur kapteinn. PAT: Kapteinn við harðsnúnustu herdeild- ina á Dyflinnarsvæðinu Kompaní E. Það var Monsjur sem komm£inderaði þar. MEG: Kompaní E. Hvað táknar Kompaní E, kapeinn Me — he? PAT: Þú kannt þá vonandi stafrófið, A B C D E. MEG: F G H J K. PAT: Nú, og hvað svo? GILCHRIST: Hugsa sér, hvað það hlýtur annars að vera dásamlegt að vera kapt- einn. PAT: Get ég fengið að halda áfram með söguna ? MEG: Já, þú samkjaftar aldrei, hvort sem er. PAT: Hvar var ég aftur? SJÁLFBOÐALIÐINN: Segið okkur frá bardaganum við Mullingar, Sir. PAT: Þegiðu! Leslie, þú ættir að hlusta á þetta. Það var í Russelstræti í Dyflinni. MEG. Eg er búinn að segja honum það. PAT: Nú jæja, stjakaðu til mín flöskunni þarna. MEG: Stjakaðu heimi til þín sjálfur. GILCHRIST: Haldið áfram með söguna, mr Pat. PAT: Fyrst er að fá sér að drekka. (Þau drekka). Það var á vígvellinum, hjá Mull- ingar, að ég missti fótinn. MEG: Þú sagðir mér að það hefði verið hjá Cork. PAT: Sama hvað ég sagði þér. Það var hjá Mullingar. Eg óð fram í broddi fylk- ingar. MEG: Líka eftir að löppin var farin? PAT: Hvílík orrusta! í þrjá daga samfleytt var barizt upp á líf og dauða. GILCHRIST: Og hvað var það svo sem kom fyrir vinstri fótinn á yður, mr. Pat? PAT: Það var ekki vinstri fóturinn. það var sá hægri. Þekkið þér ekki á yður vinstri fótinn frá þeim hægri? Kunnið þér ekki að signa yður? GILCHRIST: Jú, en ég geri það ekki með fótunum. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.