Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 99

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 99
(Offiserinn veður i gegn og svo til baka aftur). PAT: Og hverju skiptir það annars, vinstri eða hægri ? Hraustir og góðir drengir féllu í umvörpum af liði beggja. Þetta var tryllt ur og ofsafenginn bardagi. Þeir höfðu fall- byssur og vélbyssur og jarðsprengjur. Við höfðum ekkert nema riffla og skamm- byssur. Bærinn varð ein rjúkandi rúst og líkin stöfluðust upp á götunni. MEG: Þú sagðir mér að það hefði ekki fallið nema einn maður. PAT: Sagði ég það? MEG: Já. Þetta var ungur verkfræðinemi sem ekkert skipti sér neitt af pólitík, heldur hafði verið sendur til að mæla fyrir nýjum vegi. PAT: Þú lýgur þessu! MEG: Þú sagðir mér að á eftir hefðu bæði liðin haldið því fram að sá dauði væri þeirra maður. PAT: Lygari! MEG: Ég hef sjálf séð krossana sem þeir settu upp sinn hvoru megin við veginn til minningar um hann. PAT: Sama hvað ég sagði — MEG: Þetta er að minnsta kosti sú útgáfa af sögunni sem maður fær hjá þér þegar þú ert orðinn nógu fullur. Og sannast hér enn hið fornkveðna, að maður á aldrei að trúa ófullum íra. PAT: Missti ég ekki fótinn, eða hvað ? Hef ég kannski haft nema einn fót að ganga á síðustu fjörutíu árin? MEG: Nei, enda hefðirðu ekki haft brúk fyrir fleiri. GILCHRIST: Ó, þessi saklausu elskenda- krytur! PAT: Skiptu þér ekki af þessu. Fóturinn fór af mér, hvað sem hver segir, og þessir nápínulegu aular, uppdubbaðir í frakka með alpahúfur og gútemplaramerki, þeir hafa sko engan rétt til að kalla sig lýð- veldishermenn. GILCHRIST: Þeir eru ekki annað en stórir strákar. MEG: Hann er grænn af öfund og getur ekki þolað að þeir fái að leika sér svo- lítið þegar hann er sjálfur orðinn gamall og búinn að vera. PAT: Andskoti hvað það er mikil ástæða til að öfunda þennan prumphana sem er að þvælast hérna með nefið niðrí hvers manns kopp. MEG: Þeir hafa alveg eins mikinn rétt til að marsera og sprikla og æfa sig og veifa sínum skammbyssum og hossa sínum gen- erálum og rassakastast á sínum hvítu truntum, og særast sínum ólifissárum og deyja sínum hetjudauða eins og þú hafðir. PAT: Hver er að segja að þeir hafi það ekki? SJÁLFBOÐALIÐI: Þú sagðir það, Pat. GILCHRRIST: Ég heyrði það með mínum eigin eyrum. MEB: Varstu ekki sjálfur einu sinni ung- ur? 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.