Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 102

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 102
bara að láta þig vita það, að Englendingur er maður til að deyja á borð við íra og hvern sem vera skal. PAT: Byrjaðu nú enn á þessu kjaftæði um að deyja. Þú deyrð ekki næstu 50 árin, nema þá að þú fáir atombombu í hausinn. (Leslie sezt hjá Pat og Meg. Monsjur og Offiser koma inn. Sjálfboðaliðinn skýrir þeim frá því sem komið hefur fyrir). MONSJUR: Hefurðu kynnt þér hverjir eru nánustu ættingjar hans. SJÁLFBOÐALIÐINN: Hann á enga, Sir. (Þeir fara aftur. Sjálfboðaliðinn sezt við borðið með byssuna í baki Leslie). PAT: Komdu og seztu og kipptu þér ekk- ert upp við það sem þeir eru að segja. MEG: Nei, skiptu þér ekert af þeim, góði. HERMABUR: Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, þá hef ég kunnað ágætlega við mig hérna hjá ykkur, þangað til í kvöld Nei þetta hefur alls ekki verið svo bölvað. (Syngur). Er írsku augun brosa, hverfur ís, vetrarsnjór og um landið sólin syndrar, meðan syngur englakór. Er írsku augun brosa — (Enginn af írunum kann textann, en raula með og blístra. Miss Gilchrist fer að væla og söngurinn hættir). PAT: Svona áfram, þetta er eitt af þjóðlög unum okkar. GILCHRIST: Jesús María og Jósep, ég kenni í brjósti um þennan dreng eins og ég væri móðir hans. MEG: Það er merkilegt. GILCHRIST: Það væri þó ennþá merki- legra ef ég væri faðir hans. MEG: Viltu nú líka vera faðir hans? Er ekki nóg að þú sért einföld, þó þú þurfir ekki líka að vera tvöföld? Maður hefur aldrei heyrt að þú værir gift. GILCHRIST: Maður hefur heldur aldrei heyrt að Vor Blessaða Jómfrú væri gift. MEG: Nei, það byggðist alt á þráðlausu sambandi við Heilagan anda. GILCHRIST: Ég mótmæli! MEG: Fyrir hönd Heilags anda? GILCHRIST: Ég þoli ekki þetta guðlast. Ég ég held yður væri nær (Bendir á gólfið). að þrífa skítinn af gólfteppinu yðar. MEG: Heyrðu góða. Menntaðir menn með fínan smekk hafa hrósað mér fyrir teppið mitt að þú bara vitir það, og pillaðu þig svo burt héðan með þetta andstyggilega trúarrugl þitt, þangað sem þú getur sull- að því yfir hræsnarana og hyskið sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Heil- agan anda. GILCHRIST: Fyrir alla muni, særið ekki mínar helgustu tilfinningar. MEG: Burt með þig gamla uppþornaða bikkja. GILCHRIST: Ég stend staðföst við hlið mins Herra, og nú vildi ég gjarnan syngja sálminn minn. MEG: Jú, baular Búkolla enn. 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.