Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 104

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 104
 PAT (við sjálfboðaliðannn): Heyrðu góði, þetta dugar ekki. Þú verður okkur öllum til skammar með þessum drykkjuskap. Standið rétt! Áfram gakk! einn, tveir, einn, tveir!... Og iofum krakkagreyjun- um að vera í friði svolitla stund. (Pat kastar sjálfboðaliðanum út, dregur Meg líka út, Leslie og Teresa ein eftir). TERESA: Freki Offiserinn er að koma aftur og þá fæ ég ekkert tækifæri til að tala við þig. HERMAÐUR: Nújæja, hvað viltu mér? TERESA: Af hverju ertu svona fúll? Mig langaði bara að sjá þig. HERMAÐUR: Gjörðu svo vel — gláptu. TERESA: Hvað er eiginlega að þér? Mig langaði bara að tala svolítið við þig. HERMAÐUR: Blessuð flýttu þér þá. Það er ekki víst ég verði mjög kjaftagleiður með gat í gegnum hausinn. TERESA: Talaðu ekki svona. HERMAÐUR: Því ekki — ha? Því ekki? TERESA: Á ég ekki að sækja þér tebolla? HERMAÐUR: Nei takk — ég var að enda við að klára tunnu af bjór. TERESA: Jæja — þá er bezt að ég fari. HERMAÐUR: Áður en þú ferð, ætla ég bara að láta þig vita það, að ég er ekki löggiltur hálfviti, þó þú kannski haldir það. Allar þessar teserveringar og huggu- legheit. Uss! Þú varst meir að segja svo almennileg að bjóða mér uppá. (Bendir á rúmið). TERESA: Leslie! í guðanna bænum, Leslie, iáttu ekki svona! Það gæti heyrzt til þín. (Leslie fer með hana út f glugga). HERMAÐUR: Komdu hérna — ég skal sýna þér dálítið. Sérðu hann þarna — og hinn þarna beint á móti. Það eru sosum fleiri hálfvitar en hann Einstein og Offi- serablókin sem vakta mig. Sko þarna undir tröppunum. Þessi tvö sem þykjast vera elskendur. Það ætti að falia sæmilega í kramið hjá þér — þykjast vera elskend- ur, ha? Ja, nú mundi ég hlæja, ef ég væri ekki dauður — eða sama sem. TERESA: Ég var ekki að þykjast. HERMAÐUR: Nei, auðvitað ekki. Leslie og Teresa eru hjón, éta bæði hrís og grjón. TERESA: Þeir gera þér ekkert. Pat sagði mér sjálfur, að þeir ætluðu bara að spyrja þig svolítið útúr. HERMAÐUR: Þú heldur þó ekki að Pat mundi fara að segja þér sannleikann — eða mér? Annars er alveg upplagt fyrir þig að sýna í verki að þér þyki vænt um mig — og kalla á lögregluna. Mundirðu vilja gera það, Teresa? TERESA: Ég fer ekki að koma upp um mitt eigið fólk. HERMAÐUR: Hvað á ég langt eftir? Hvað er klukkan? TERESA: Hún er ekki orðin ellefu. HERMAÐUR: Ellefu. Nú er einmitt að færast líf í tuskurnar heima. Strákarnir að koma út af ballhúsunum. TERESA (enn við gluggann): Sko þennan gamla þarna, hvað hann er fullur, stendur varla á löppunum og er þó að reyna að stramma sig svolítið af, áður en hann kemur heim. HERMAÐUR: Heim — ekki nema tvö- hundruð mílur þangað, og þó gæti það alveg eins verið á einhverri andskotans stjörnu úti í geimnum. TERESA: Pylsuvagninn er ennþá opinn. Ég gæti kannski farið út og — HERMAÐUR: Nei, takk, ómögulega. Ekki núna. Ef þú værir að bíða eftir því að verða send yfrum, heldurðu að þú mund- ir þá vera í stuði til að háma í þig pylsur ? Þú ert alltaf að hugsa um aumingja blók- ina i Belfast — en hvað með mig, ha? Hvað með mig? TERESA: Ef mér dytti í hug að þeir ætl- uðlu að gera þér eitthvað — HERMAÐUR: Dytti í hug? — Ég er gisl. Þú veizt hvað það þýðir? Til hvers and- skotans heldurðu sé verið að taka gísl nema til að kála honum? TERESA: Leslie, ef þeir skyldu nú koma eftir þér, kallaðu þá á mig. HERMAÐUR: Kalla á þig! Setjast bara á rassinn og gala — já! Andskoti sem mað- ur mundi líka hafa mikinn tíma til þess. Nei, þegar þeir koma — TERESA: Ef þeir koma. Pat sagði sjálfur — HERMAÐUR: Æ, góða farðu og láttu mig í friði. Hann þama vinurinn í Belfast, hann fær að minnsta kosti að vera í friði. Og í fyrramálið koma nunnur og prestar með halelúja og tilheyrandi til að kveðja hann og óska honum góðrar ferðar. TERESA: Hvað viltu að ég geri? HERMAÐUR: Ekkert. Ætli hann Leslie Williams reyni ekki að spjara sig með þetta hjálparlaust. Kannski hitti ég skarf- inn frá Belfast hinumegin. Þá getum við hlegið saman að öllu svínaríinu. TERESA: Offiserinn er að koma. Það er bezt ég fari. (Hún hleypur af stað). LESLIE (hræddur): Teresa! Farðu ekki strax. Ég veit ég hef verið andstyggilegur við þig. En samt, viltu samt ekki kveðja mig almennilega ha ? (Teresa gengur til hans og þau fallast í faðma). Ef ég slepp, ætlarðu þá að heimsækja mig í Armagli? TERESA: Hvort ég skal, Leslie. HERMAÐUR: Það væri svo klárt að láta hina strákana sjá þig. Þeir eiga nefnilega allir myndir á veggnum. Ég hef aldrei átt neina mynd. En nú á ég þig. Og svo get- um við farið og djammað saman á öllum beztu stöðunum í Belfast. TERESA: Ó, hvað hað væri gaman, elskan mín. HERMAÐUR: Ég á fri um næstu helgi. TERESA: Ég gæti sjállf borgað fyrir mig. HERMAÐUR: Ekki til í dæminu! Ég á nóga peninga fyrir okkur bæði. TERESA: Þeir eru að koma. (Pat og Offiserinn koma niður stigann). 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.