Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 105

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 105
OFFISER: Hvað er hún að þvælast hér? Sofa hjá honum? PAT: Yður kemur það andskotann ekkert við. Hún er ekki að gera neitt af sér. Þú ættir að vera farin í bólið, stúlka mín. Hvert ætlarðu? TERESA: Ég ætla að skreppa út í vagn að sækja honum pylsur. (Hún leggur af stað, en Offiserinn stöðv- ar hana). OFFISER: Þú ferð þangað ekki núna. PAT: Það er orðið of framorðið, stúlka. TERESA: Klukkan er að verða eitt. TERESA: Það er ekki satt. PAT: Heyrðirðu hana ekki slá ? ETRESA: Jú, en — OFFISER: Patrekur, farið með hana upp til sín, eða ég geri það. TERESA: Þú ert að skrökva að mér. Pylsuvagninn er opinn til tólf. OFFISER: Upp að hátta, stelpa. TERESA: Verð ég það endilega? PAT: Já, farðu upp. (Leslie er einn í herberginu, þangað til Miss Gilchrist laumast undan stiganum). CILCHRIST: Ó, Leslie, hvað verður um þig? HERMAÐUR: Veit það ekki. Kannski redd ar eitthvað mér á síðustu stundu. Kannski ekki. GILCHRIST: Ég er með ofboðlitla gjöf handa þér. (Fær honum mynd). HERMAÐUR: Gantalega er hún hugguleg þessi. GILCHRIST: Þekkirðu mig ekki, Leslie? Þetta er ég, nýbúinn að láta leggja á mér hárið. HERMAÐUR: Já, það er rétt. E ... hérna, frú mín, ég held það sé vissara fyrir yður að fara. Það getur orðið hafarí og læti hérna á hverri stundu. GILCHRIST: Guð veri með þér, Leslie. Guð veri með þér. (Hún fer). HERMAÐUR (við áhorfendur): Jæja, þá er maður laus við hana. Og nú er bara spumingin, fer Teresa að sækja lögguna ? Jafnvel þó að Einstein gamli sé orðinn al- veg útúr, þá er samt eftir að sleppa við hina tvo. Skjóta þeir mig? Já, ég býst við því. Fer Teresa að sækja lögguna? Nei. (Mikil sprenging, svo að sviðið nötrar, og upp stíga reykjarmekkir. Sírenur ýlfra, flautur blásnar, ljós öll slökkna. Pat og Meg koma þjótandi inn og fela sig ásamt hermanninum bak við borðið. Ringulreið. Það sem raunverulega hefur gerzt; Mulle- ady hefur kjaftað frá Pat og Monsjur og er kominn með lögregluna. Hann hefur fengið Grace prinsessu og Rio Rita með í spilið, og ,,þær“ hafa spillt honum mór- alskt. Rússinn hefur verið lögreglunjósnari allan tímann. Lögreglan er nú að gera ár- ás, Mulleady og Rio Rita vísa þeim leið- ina). PAT: Lögreglan! f skjól með ykkur! MEG: Ég vil fá að sjá hvað um er að vera. PAT: Hausinn p þér, passaðu hausinn á þér, manneskja! Þeir byrja að puffa á hverju augnabliki. MULLEADY (ofan af þaki): Klárir! Tveir verða kyrrir hérna á þakinu. Hinir koma niður í gegnum háaloftið með mér. RIO RITA (neðan úr kjallara): Sex inn um framdyrnar, sex inn um bakdyrnar, og þið tveir komið á eftir mér. PAT: Eitt par fram fyrir ekkjumann. (píanóið spilar). MULLEADY: O’Shaunnessy! O’SHAUNNESSY (bakatil í húsinu): Sir! MULLEADY: O’Shaunnessy, kveiktu á vasaljósinu! Ó’SHAUNNESSY: Já, Sir. MULLEADY: Því í helvítinu kveikirðu ekki á vasaljósinu, O’Shaunnessy ? Ég sé ekki glóru! O’SHAUNNESSY: Get það ekki Sir, það er búið á batteríinu. MULLEADY: O, fari það til andskotans! RIO RITA: Fram til orrustu ! (Flokkur hans ræðst þvert yfir sviðið, en þeir vita ekki hvert þeir eru að fara eða hvað að gera. Eftir nokkurn rugling, ráð- ast þeir allir til baka. MULLEADY (að tjaldabaki): Jæja, O’Shaunnessy, þá er að koma sér niður. O’SHUNNESSY: Þér fyrst, Sir, gjörið þér svo vel. MULLEADY: Nei, þú fyrst, maður. O’SHAUNNESSY: Nei þér fyrst, Sir. Ég er svo lofthræddur. MULLEADY: Nú, lokið þér þá augunum, mannandskoti. Þetta er stríð. (Ringulreið eftir því sem orrustan harðn- ar. Flaut og sírenuýlfur, trumbusláttur, sprengingar, lúðrar þeyttir, hvín í byssu- kúlum, menn öskra skipanir hver upp í annan. Verur skjótast aftur og fram um sviðið, og í miðjum glundroðanum birtist Monsjur, klæddur pilsi sínu„ gengur hægt og hæglátlega yfir sviðið, spilandi á sekkja pípur sínar sorgarmarsinn til heiðurs pilt- inum í Belfast. Pat öskrar á hann, en án árangurs). PAT: Sir! Sir! Gáið að höfðinu á yður! Leggizt þér niður. Við höfum orðið fyrir árás. (Hann snertir við Monsjur). MONSJUR: Hvað? (Hann hættir að spila, hávaðinn dvínar). PAT: Þeir hafa ráðizt á okkur. MONSJUR: Því í djöflinum léztu mig ekki vita af því. Takið ykkur stöðu bak við götuvirkin. Sækið handsprengjurnar. Skjóttu ekki, drengur minn, fyrr en þú sérð hvítuna í augunum á þeim. HERMAÐUR: Því miður, hún er ekki hlað- in. (Sýnir flösku). MONSJUR: Lifi lýðveldið! PAT: Gáið að höfðinu á yður, Sir. Ann- ars eru þeir vissir til að skjóta það af yður. RIO RITA (undan stiganum): Pat, viltu kaupa riffil? PAT: Æ, farðu til andskotans. (Rio Rita fer. Hávaðinn dvínar. Orustuna lægir. f herberginu eru Monsjur, kommand 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.