Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 7
Borgfirðingabók 2006
5
Frá Sögufélagi Borgarfjarðar
I þessu þriðja hefti Borgfirðingabókar frá því útgáfa hennar var tek-
in upp að nýju er við hæfi að þakka þeim mörgu ágætu körlum og
konum, utan héraðs og innan, sem hafa tekið á móti ritinu, gerst
áskrifendur, greitt það og með því stuðlað að því að útgáfa þess geti
haldið áfram og þannig skapað grundvöll til að styðja við þá viðleitni
Sögufélagsins að kynna menningarstarfsemi í Borgarfirði svo og af-
urðir andlegrar iðju íbúanna í formi sögu eða ljóðs, sagna eða minn-
ingaþátta og koma á framfæri sögulegum fróðleik úr héraði.
Svo sem lesendum ritsins er kunnugt hefur meginverkefni Sögu-
félags Borgaríjarðar allt frá stofnun fyrir 43 árum verið að standa að
ritun og útgáfu á Borgfirskum æviskrám, sem eiga að geyma persónu-
upplýsingar um alla sem lifað hafa og starfað í héraðinu. Vonir standa
til að því verki ljúki snemma á næsta ári, þegar 13. bindi, hið síðasta
í stafrófsröð, kemur út. Þá er hins vegar eftir að fylla í skörð um þá
sem ekki hefur náðst að geta í fyrri bókum og koma því til skila í sér-
stöku aukabindi ásamt nýjum upplýsingum og leiðréttingum við þær
æviskrár sem birst hafa.
I því starfi er þörf ábendinga og liðsinnis þeirra sem til þekkja
og vita um villur eða vilja minna á einhverja sem gleymst hafa.
Eru þeir beðnir að koma slíkum upplýsingum á framfæri við rit-
stjóra æviskránna, Þuríði J. Kristjánsdóttur, eða einhvem úr stjóm
félagsins. Við þetta er svo því að bæta að það er ætlun félagsins
að koma þeim mikla og verðmæta fróðleik sem bækurnar hafa að
geyma í gagnagrunn sem orðið geti aðgengilegur fyrir komandi
kynslóðir, sem eflaust mun þykja leið tölvusamskipta auðveldari og
aðgengilegri en prentmál bókanna. Er verkið unnið í samstarfi og
við ráðgjöf hugbúnaðarfyrirtækisins Nepal í Borgamesi. Þetta mun
jafnframt bjóða upp á möguleika til þess að einstaklingar geti með
tíð og tíma sjálfir komið inn í gmnninn þeim upplýsingum um sig,
ættmenn sína og afkomendur sem þeim þykir hlýða og þannig aukið
við frekari fróðleik um þá sem gengnir eru og með þeim hætti gert
efnið markvissara og ítarlegra.