Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 14
12
Borgfirðingabók 2006
íslendinga. Kvæði Bjaraa er óður til fjallkonunnar frá íslenskum
sonum hennar í Danmörku sem allir þrá að komast heim. Það hefst
á ákalli: „Eldgamla Isafold, / ástkæra fósturmold, / Qallkonan fríð.“
Þessari lýsingu á landinu mótmælir Júlíana í upphafi síns kvæðis og
segir: „Eldgamla ísafold, / ófrjósöm þín er mold, / blásin og ber.“
(8) Hún beitir hér raunsæilegu viðhorfi veruleikans gegn rómantísku
viðhorfi skáldskaparins, enda sjálf á förum burt. Þá eru nokkur kvæða
hennar umsnúningur á hefðbundnum ástarkvæðum. Þau yrkir hún
gjaman í orðastað gamalla og hrumra unnusta sem eltast við ungar
stúlkur og lofa þeim öllu fögru. I kvæðunum „Gamli biðillinn”,
„Hryggbrotið” og „Harmagrátur biðils” eru karlamir búnir að missa
allt vald sitt vegna elli en eru samt á biðilsbuxunum. Þeir kvarta og
kveina, skorpnir og skjálfandi, og líkja sér við fúin tré: „skalf ég sem
fúin birkibrengla” (83) og „ég [...] sem er orðinn fauskur fúinn.” (81)
Allt kemur fyrir ekki, stúlkumar hryggbrjóta þá og hlæja að þeim.
Þannig yrkir Júlíana mikið um konur og gerir ráð fyrir þeim sem við-
takendum. í „Við dúnhreinsun“ lýsir hún erfiðri kvennavinnu sem hún
beinlínis líkir við fangelsi: „Dimmt er í dýflissu /dúns og svælu."
I svælunni getur hún hvorki andað né séð, en þaðan spretta ljóð-
in hennar, „harmatölur / hljóðlauss muna.“ (10-11) Eins og fleiri ís-
lenskar skáldkonur síðar yrkir Júlíana um sig látna. I „Erfiljóð kveðin
í kuldatíð” gengur hún um kirkjugarð og kemur að eigin gröf: „Hér
liggur jómfrú Júlíana, / jörðuð und háum bautastein.” Grafskriftin
sem hún les af steininum sýnir að sjálfsmynd hennar felst í því að
vera skáld, þótt lélegt sé: „Myrkfælin, köld og matheil var, / myndaði
vísur leirburðar.” (118) Þetta em þau eftirmæli sem hún gefur sjálfri
sér.
Það liðu fjömtíu ár á milli ljóðabóka Júlíönu, en árið 1916 kom út
í Winnipeg önnur ljóðabók hennar, Hagalagðar. Átökin við hefðina
em horfin, en í staðinn yrkir hún til ljóðadísarinnar sem birtist henni
sem vinkona eða jafnvel bam og hjálpar henni „að hlæja, / þá hjarta
í leyni grét,“ eins og segir í „Litla ljóðadísin mín“.u Um alla bókina
andar sterkri heimþrá til íslands. Hún beinist þó ekki að þjóðinni,
heldur landinu og náttúrunni. I kvæðinu „Dauf jól” liggur Júlíana
veik og talar við sál sína sem hún ýmist persónugerir sem ljóðadísina
eða sitt annað sjálf. Hún frelsar hana úr „dimmum fangaklefa” lík-
amans og biður hana að fljúga með kveðju sína til Islands; „(en ekki
hingað - þetta mundu)“, bætir hún við innan sviga. Hinn endanlegi