Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 27
Borgfirðingabók 2006
25
Gengin spor er mjög nýstárleg í kvennabókmenntum síns tíma.
Um hana kom þó enginn ritdómur og síðan hefur verið mjög hljótt
um bókina. í henni víxlast á tregróf vegna liðinnar ævi þar sem
engar óskir rættust og opin, gagnrýnin reiði. í „Ekkert svar“ sakar
skáldkonan skylduna um að hafa myrt í sér sálina, en fær ekkert svar
annað en endalausar kröfur:
Er grauturinn soðinn,
er bótin bætt,
eru burstaðir allir skór?
Eru bónuð gólfin,
er brauðið œtt,
ogfest þessi tala sem fór?il
í „Litla ljóðið“ kallar hún ljóðagerð sína „að kurla kvöl í orð“.
Þetta ljóð lýsir einnig sjálfsmynd hennar sem skálds. Ljóðið sem hún
persónugerir setn léttfætta stúlku eða bam er bara til fyrir hana og
„flytur engum öðmrn neitt“. (13-14) „Mitt hús“ lýsir viðbrögðum við
ósýnileika og þöggun með myndmáli innilokunar þar sem samastaður
skáldskaparins er utn leið felustaður. „Mitt hús var þögult / byggt
í dökku bergi“. Þar er hún ein og þangað kemur enginn inn. Loka-
línumar vísa þó út fyrir sig til lesenda sem skáldið býður velkomna í
húsið ef þeir bara vilja:
En eg er hér, ef einhver til mín spyrði
við aringlóð, sem löngu kulnuð er. (114)
Elín Eiríksdóttir (1900-1987) frá Ökrum á Mýrum gaf alls út
þrjár ljóðabækur, allar á eigin kostnað, og var hún komin nokkuð á
sextugsaldur þegar sú fyrsta, Söngur í sefi, kom út árið 1955. Þremur
ámm síðar kom Rautt lauf í mosa 1958, og að lokum Skeljar á sandi
1968. Þekktust er Elín sennilega fýrir vöggukvæðið „Ef engill ég
væri“ sem gefið var út með nótum við lag Hallgríms Helgasonar árið
1941,38 auk þess að vera oft síðasta lagið fýrir fréttir, og jólakvæðið
„Jólin eru að koma“ sem hún samdi sjálf lag við og er m.a. sungið
af dótturbömum hennar KK og Ellen á samnefndum geisladiski sem
kom út fyrir síðustu jól. Hvomgt þessara ljóða, sem bæði fjalla um
viðurkennd yrkisefni kvenna, er þó dæmigert fyrir skáldskap hennar.