Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 47
Borgfirðingabók 2006
45
böðvar guðmundsson
Lítið eitt um Þuríði Jónsdóttur
Um eina konu langar mig að taka saman dálítinn þátt. Hún átti sér-
stæða og á tíðum með ólíkindum stríða ævi, en þrátt fyrir það sem
•ífið á hana lagði, eða kannski vegna þess, átti hún þá rausn hjartans
sem ekki er öllum gefin. Þessi kona var Þuríður Jónsdóttir, fóstra
móður minnar.
Það sem ég vissi fyrir um Þuríði var ekki mikið. Þá sögn þekkti
ég að bömum hennar hefði verið rænt til Ameríku, og ég vissi einnig
að hún ól upp af ástríki tvö böm ömmu minnar, vinnukonunnar sem
eignaðist á einu ári þrjú böm með Sigurði afa mínum, eiginmanni
Þuríðar, fyrst móður mína, Ingibjörgu og tíu mánuðum síðar tvíburana
Guðmund og Kristinn.
Það var fyrst og fremst útkoma tíunda bindis Borgfirzkra œviskráa
sem ýtti við forvitni minni um Þuríði, en þar stendur ýmislegt sem
stangast á við það sem ég áður hef heyrt. Annars eru mér aðgengileg-
ar heimildir um Þuríði heldur fáar og ég hef hvergi fundið nein per-
sónuleg gögn svo sem sendibréf frá henni eða til hennar. En ég þykist
vita að hún hafi fengið línu frá dóttur sinni, eða dætmm, í Ameríku.
Til eru tvær ljósmyndir, báðar nú á Handritadeild Landsbókasafnsins
ásamt sendibréfum úr eigu foreldra minna. Önnur er afar máð en þar
má greina útlínur ungrar konu sem stendur fyrir framan dæmigert
kanadískt timburhús frá fyrstu áratugum 20. aldar og á myndina er
skrifað Þetta er ég og húsið mitt. Hin myndin er póstkort frá Kanada.
A því em tvær litlar stúlkur klæddar að þeirra tíma barnatísku og