Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 48
46
Borgfirðingabók 2006
aftan á póstkortinu stendur: Sú eldri heitir Lilja 5 ára 23. september
og Hólmfríður 3 ára 27. ágúst. Þessar myndir voru teknar afþeim í
sumar. Hvorugri myndinni fylgir ártal.
Ég gat mér þess til þegar ég byrjaði að grúska í ævi Þuríðar að
rnyndin af konunni fyrir framan húsið sé af annarri hvorri dóttur
hennar og fyrri manns hennar, Asgríms, og húsi hennar í Kanada, og
myndin af litlu stúlkunum sé af dætrum hennar. Þá er í mínum fórum
handskrifuð bók með ljóðasyrpum eftir ýmsa höfunda, sem er merkt
Þuríði Jónsdóttur, og einnig innsigli úr kopar, sæmilegasta smíð, sem
ætlað er til að þrýsta í heitt lakk. Þar eru upphafsstafimir Þ. J.
Foreldrar Þuríðar Jónsdóttur voru Ingibjörg Jónsdóttir (1817
- 1893), fædd að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, þar sem foreldrar
hennar bjuggu, og Jón Jósefsson (1815 - 1880), fæddur að Hvammi
i Norðurárdal. Hann fluttist með foreldrum sínum að Sanddalstungu
1821 og tók þar við búi 1838. Hann flutti að Snóksdal í Dalasýslu
árið 1856 og bjó þar til 1874. Níunda og síðasta bam þeirra var
Þuríður, fædd í Sanddalstungu 28. apríl 1853 en fluttist þriggja ára
með foreldrum sínum að Snóksdal.
Fyrri eiginmaður Þuríðar, Asgrímur Sigurðsson, var fæddur árið
1833 og því tuttugu ámm eldri en hún. Foreldrar hans vom Sigurður
Gíslason og Sigríður Þorláksdóttir á Miðgrund í Blönduhlíð í
Skagafirði. Eins og algengt var á þeim ámm þá fór ógift fólk oft
í aðra landshluta í vinnumennsku. Ásgrímur er kominn vestur í
Dalasýslu fyrir 1870 og ástir tókust með honum og heimasætunni í
Snóksdal. Fyrsta barn þeirra, sem hlaut nafnið Sigurjón, fæddist 24.
október 1871 meðan Þuríður var enn í foreldrahúsum. Þá var Þuríður
18 ára. Á þessum ámm var ungbamadauði enn næsta algengur og
ekki fékk Þuríður að halda þessu bami lengi. Sigurjón litli andaðist
tveimur mánuðum síðar. Þann 15. maí vorið eftir voru þau Þuríður
og Ásgrímur gefin saman og vom í vinnumennsku hjá foreldrum
hennar þar til þau byrjuðu eigin búskap á Hóli í Hörðudal 1876.
Það er ranghermi í Borgfirzkum œviskrám þar sem segir að þau hafi
hafið bússkap að Seljalandi í Hörðudal árið 1876.' Þá hafði Þuríður
fætt tvö böm til viðbótar. Fyrra bamið, Hjálmur, fæddist 13. febrúar
1873. Ekki fékk Þuríður heldur að halda honum. Hann dó aðeins tíu
daga gamall. Síðara barnið sem Þuríður eignaðist á Hóli, Sigurlaug
Jakobína, fæddist svo árið eftir, 27. apríl, degi áður en Þuríður varð 21
árs. Um Sigurlaugu dóttur þeirra hef ég heimildir úr Ameríkubréfum