Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 51
Borgfirðingabók 2006
49
og þar eru þau í vinnumennsku með bömin þrjú að Ytra - Vallholti í
Seyluhreppi í eitt ár. Þuríður stóð þá á þrítugu.
Vorið 1884 er líkt og brotið blað í sögu Þuríðar. Vonin um eigið
heimili og bú er að engu orðin. Ásgrímur og Þuríður em annarra hjú
næstu árin og bömum þeirra ráðstafað. Þuríður hefur tvö yngri bömin,
Elísabetu Theodóru og Benedikt, hjá sér að Ytra-Vallholti í eitt ár,
Sigurlaug Jakobína fer til föðurbróður síns, Gísla Sigurðssonar og
konu hans Kristínar Bjömsdóttur, að Neðra-Ási í Hjaltadal. Hjá þeim
er hún skráð „tökubam“ og hjá þeim er Sigurlaug til ársins 1886.
Benedikt er tökubam hjá hjónaleysum sem bjuggu á Halldórsstöðum
á Langholti næsta ár, en sjálf ræðst Þuríður sem vinnukona að Húsey
í Seyluhreppi og hefur Elísabetu Theodóru hjá sér. Og nú hefst hinn
sérstæði og óvenjulegi þáttur í æviferli Þuríðar. Ásgrímur vildi ekki
gefa upp á bátinn vonina um að koma undir sig fótunum og hugði á
flutning til Ameríku. Guðmundur Illugason segir orðrétt í Borgfirzk-
uni æviskrám 1,213:
Þau skildu í Skagafirði um 1885. Þuríður vildi ekki af íslandi
fara og fékk læknisvottorð um að hún þyldi ekki Ameríkuferð.
Kom aftur í Norðurárdal 1889.
Vorið 1884 flytur Ásgrímur að Ártúni á Höfðaströnd og þar er
hann húsmaður þar til hann fer til Ameríku 1887, nær hálfsextugur.
I Vesturfaraskrá segir að með honum fari böm hans tvö, Elísabet
Theódóra, 8 ára, og Benedikt, 5 ára.
Samkvæmt þeirri sögn sem ég hef heyrt um aðskilnað þeirra
Ásgríms og Þuríðar og „bamarán" hans þá hafði hún verið vinnukona
1 Sveinatungu í Norðurárdal þegar hann flutti vestur og hafði hann
beðið skips á Hvammstanga. Þau hjón hafi skipt með sér bömum
sínum þannig að hann hafði tvö og hún tvö. Þar sem skipskoman dróst
fengu bömin tvö sem með Þuríði vom að skreppa til Hvammstanga
til að sjá systkini sín einu sinni enn, en meðan þau vom þar kom
skipið og þá neytti Ásgrímur færis og tók öll bömin með sér. Þessa
sögu ásamt fleiru um afa minn, Sigurð Helgason, og Þuríði Jónsdóttur
skráir Silja Aðalsteinsdóttir í Skáldið sem sólin kyssti, bls. 134. Helsta
heimild Silju er Guðveig Brandsdóttir, sem nú er látin.
Munnleg geymd atburða hefur oft tilhneigingu til að gera söguna
ögn dramatískari en efni standa til, enda er oft talað um frásagnarlist