Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 53
Borgfirðingabók 2006
51
Steinunn Anna Guðmundsdóttir í Hvammi í Hvítársíðu sendi Borgfirðingabók
þessa rissmynd af gamla bœnum í Hvammi sem rifinn var 1936. Guðmundur
Þórarinsson dró upp myndina eftir minni um 1990, að því er Steinunn Anna
telur. Guðmundur var snúningastrákur í Hvammi áður en bærinn var rifinn,
hjá þeim Torfa Magnússyni og Jóhönnu Egilsdóttur.
Króki vorið 1892. Ekki er alveg ljóst hvernig ber að túlka það að
hún er skráð húskona bæði á Hermundarstöðum og í Króki. Varla
hafði hún neitt með sér að leggja og engar átti hún skepnurnar. En
samkvæmt sömu heimild þá var í „vinnumennsku í Hvítársíðu"
Magnús Erlingsson (1857 - 1936), sonur hjónanna Erlings Amasonar
og Þómnnar Magnúsdóttur á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Hann kennir
Þuríður föður að bami sem hún eignast í Króki 6. ágúst árið 1892.
Bamið var drengur og hlaut nafnið Asmundur. Það var hennar áttunda
bam. En þá virðist hafa verið svo komið fyrir Þuríði að hún treystist
ekki til að hafa Ásmund litla á sínu framfæri. Honum var komið
í fóstur hjá hjónunum á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, Benjamín
Jónssyni og Nikhildi Erlingsdóttur,2 systur Magnúsar.
Oft hef ég nagað mig í handarbökin fyrir það að draga að spyrja
um hlutina þangað til þeir einir sem svörin kunna em látnir. Og þeir
eru ekki margir nú sem muna Þuríði í Hvammi. Eg sneri mér því til
Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka og bað hann að segja mér það
sem hann vissi um Þuríði, og eins sneri ég mér til frænkna minna,
Helgu Ingvarsdóttur og Ingunnar systur hennar á Hofsstöðum.
Hvomg þeirra var að vísu fædd þegar Þuríður lést, en þar sem Þuríður
átti heima hjá foreldmm þeirra, Ingvari og Sigrúnu3 í Selhaga, sín
síðustu ár, þá taldi ég ekki með öllu ólíklegt að þær hefðu ýmislegt
heyrt sem gæti varpað meira ljósi á sögu hennar. Öll bmgðust þau
vel við og leyfi ég mér að vitna til bréfaskrifta okkar hér á eftir. Saga