Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 56
54
Borgfirðingabók 2006
Hún hefði vart mátt sjá af Sigurði afa þínum og pabba, og var
alltaf að spyrja um þá ef þeir voru úti í gegningum. „Hvar er
Sigurður minn, og hvar er Ingi minn? Osköp eru þeir lengi. “
[. . .] Okkur Helgu minnir að þau Þuríður og Asgrímur hafi
verið inni í Miðfjarðardölum þegar hann fiutti til Ameríku og
skipið hafi komið á Hvammstanga eða Sauðárkrók. En þegar
hann tók öll börnin með sér bilaðist Þuríður á geðsmunum,
sem sýnir það líka að hún hefur verið alls ófœr um að hugsa
um litla drenginn sem hún átti seinna.
Magnús Sigurðsson á Gilsbakka er einn þeirra fáu núlifandi sem
muna eftir Þuríði og hann segir í bréfi til mín dagsettu á Gilsbakka
25. október - 27. nóvember 2000:
. . . Ég man ekki eftir Þuríði í Hvammi að heitið geti. Þó
kom ég þar einu sinni, meðan þau hjón voru þar enn, vorið
1928. Þá var ég reiddur á hnakknefinu ofan að Sámsstöðum
til kúabólusetningar. Þetta var á sunnudegi og foreldrar mínir
gerðu úr þessu skemmtiferð og Ingvar, sem þá var hér, varð
samferða og reiddu þeir pabbi mig til skiptis. Við komum að
Kirkjubóli á niðureftirleiðinni, til afa þíns og Imbir, og mér er
það enn Ijóst í minni, hvað Imba tók mér vel og sýndi mér meðal
annars í eldhússkápana sína og það sem þar var að finna. A
bakaleiðinni komum við svo að Hvammi; þar var Ingvar að
finnafósturforeldra sína. Þar voru „ tveir endar á baðstofunni “,
eins og Markús9 komst að orði, þegar hann kom í þennan bæ
nýbyggðan. Með því átti hann við að baðstofan var I tvennu
lagi. Isuðurendanum bjó Torfi[0 ogmigminnir að Vigdís systir
hans væri ráðskona hans, (fremur en Björg Gunnarsdóttir, sem
líka var það um tíma og ég man eftir að hafa séð). Til þeirra
komum við í góðgerðir. En I norðurendanum bjuggu gömlu
hjónin og voru I heimili hjá Torfa, Hklega fremur í húsmennsku
en að þau ynnu við búskap. Eg man vel að afi þinn kom yfir
I suðurendann og spjallaði við gestina; kannski þau bæði,
a.m.k. sá ég Þuríði þarna. [. . .] Eg man hins vegar afskaplega
lítið eftir að heyra talað um Þuríði og síst illa. Því var aftur
mjög á lofti haldið, hversu vel hún reyndist börnum Helgu og