Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 58
56
Borgfirðingabók 2006
En það ár fara þau að búa í Síðumúla, afi minn og Þuríður. Hvar
eða með hvaða hætti örlögin leiddu þau Sigurð Helgason og Þuríði
Jónsdóttur saman er einnig á huldu, en það er ljóst að ekki hafa allir
verið ánægðir með þann ráðahag. Ég vitnaði hér að framan í bréf
Þóru afasystur minnar til Böðvars afa míns, þar sem hún tekur heldur
betur upp í sig um hjónaband Þuríðar og Sigurðar. „Aumingja frændi,
skyldi hann nokkum tíma hafa gert það af sér að hann ætti þessa
löngu hirtingu skilið?“ Og Guðveig Brandsdóttir, heimild Silju í
frásögninni um Sigurð og Þuríði í Skáldið sem sólin kyssti, bls. 135 -
136, vitnar til orða ömmu sinnar, Sigríðar Halldórsdóttur, við Sigurð
um væntanlegan ráðahag: „Þú sérð það seinna, rýjan mín, hvaða
myllustein þú hengir þér um háls.“
Fimm ámm eftir að þau gengu í hjónaband, eða 1903, hófu þau
búskap í Síðumúla, lengst af í þríbýli en einnig í tvíbýli, eins og
kemur fram í bæjarímu um Hvítársíðu frá 1907, sem ég hef undir
höndum og er eftir Eyjólf Jóhannesson í Hvammi:
Sigurð[i] gjörði gæfan Ijá
greind og þrótt til dáða,
helft af jörðu hina sá
hefur til umráða.
Er Þuríður konan kær,
kát og hress í ranni,
sína blíðu og liðsemd Ijær
Ijúfa þessum manni.
Nú var það að vísu eðli bæjarrímnanna að lofa ábúendur jarða
en lasta ekki og skáldið er hér ekkert að skera lofsyrðin við nögl.
Þuríður er „konan kær, kát og hress og ljær manni sínum ljúfa
liðsemd.“ Og kannski veitti henni ekki af öllum þessum góðu
kostum ef munnmælin herma rétt. En samkvæmt þeim gerðist sá
hörmulegi atburður á ámnum sem þau bjuggu í Síðumúla að ung
stúlka í nágrenninu drekkti sér í Hvítá og var sagt að hún hefði verið
ófrísk eftir Sigurð. Ég heyrði aldrei minnst á þennan atburð meðan
móðir mín var enn á lífi og ég veit enn þann dag í dag sáralítið meira
en það sem hér er sagt. Stúlkan hét Sigríður Magnúsdóttir13 og var