Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 62
60
Borgfirðingabók 2006
fyrir að móðir mín skyldi sem bam sofa nótt á öðmm bæ þá lét Þuríður
hana ævinlega fara í hrein nærföt. Slík hugsunarsemi var kannski
ekki algeng á þeim ámm og sýnir næma umhyggju fyrir baminu.
Þau Þuríður og Sigurður áttu heima í Hvammi til 1930, síðast í
sambýli við Torfa Magnússon, en hann var sonur Magnúsar Erlings-
sonar, bamsföður Þuríðar þegar hún var húskona í Króki í Norðurárdal
og eignaðist Asmund litla sem lést á Hallkelsstöðum árið 1897. Þá
fluttu þau að Selhaga til Ingvars og Sigrúnar Einarsdóttur eiginkonu
hans og hjá þeim lést Þuríður í ársbyrjun 1932. Sigurður flutti þá
til foreldra minna að Kirkjubóli í Hvítársíðu og átti þar heima til
dauðadags 1938.
Og þetta er nú allt sem ég veit, eða veit ekki, um Þuríði Jónsdóttur
sem átti sér örlæti hjartans en fékk þó harða dóma, samanber ummæli
Sigríðar Halldórsdóttur á Fróðastöðum og Þóm afasystur minnar,
bæði í bréfi hennar frá 21. janúar 1923, sem áður er vitnað til og eins í
öðm bréfi hennar til afa míns, sem er dagsett í Leslie í Saskatchewan
20. febrúar 1921, en þar segir m. a.:
Þú nefnir Sigga frænda okkar ekki neitt. Þú manst að við
skrifuðumst á í mörg ár. Mig langar því alltaf að vita um líðan
hans, það er að segja þá líðan sem við vanalega tölum um, en
hitt veit ég og skil og þekki, eða finnst ég þekkja frænda það,
að [hann erj hálfgerður skipbrotsmaður í andlegum skilningi
og langt er síðan að ég gerði mér það skiljanlegt hvert afar
glappaskot hann gerði er hann fór að skipta sér af Þuríði. Ekki
vegna þess að hún vœri kannski slæm manneskja, en aðallega
vegna þess að hún tilheyrði eldri kynslóðinni en hann þeirri
yngri spursmálslaust. Slíkt getur engan veginn farið vel, ég
ímynda mér að hún hefði getað verið móðir hans aidurs vegna.
Eg veit að dóttursonur hennar er orðinn fullorðinn maður.
Aumingja Sigurður, það fór leiðinlega, fjarskalega. Hvar eru
þessi blessuð börn sem hann átti, auminginn sá arni? Hann
stendur mér alltaf nœst afþessu frændfólki mínu heima, nœstur
ykkur systkinum mínum. Er hann orðinn mjög afturfararlegur?
Eg býst við að svo sé, því hjúskaparóhamingja skapar víst
meiri afturför en flest annað.