Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 68
66
Borgfirðingabók 2006
félagsþjónustan í nýju sveitarfélagi verði lítið breytt frá því sem nú
er, ef undan er skilin aðstoð við aldraða sem væntanlega mun aukast.
Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi, sem er sjálfseignarstofnun í eigu
nýs sveitarfélags, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps,
hefur verið að undirbúa stækkun heimilisins og mun hún skapa
möguleika til að bæta þjónustu við aldraða. Bmnavamir verða efldar
með sameiningu slökkviliða og bættum tækjabúnaði og loks er stefnt
að því að efla þjónustu við íbúana hvað varðar skipulagsmál með
bættu aðgengi að upplýsingum.
Sú valkvæða þjónusta sem sveitarfélögin hafa fyrst og fremst
verið að sinna em æskulýðsmál, íþróttamál, menningarmál og
atvinnuþróun. Gert er ráð fyrir að þessum málaflokkum verði sinnt
af krafti í nýju sveitarfélagi. í dag eru reknar æskulýðsmiðstöðvar
í Borgamesi og á Bifröst. Töluverð uppbygging er fyrirhuguð varð-
andi íþróttamannvirki á svæðinu en hingað til hefur verið góð að-
staða fyrir íþróttir í Borgamesi og einnig hefur verið ágæt aðstaða
á Kleppjámsreykjum, í Laugargerði og á Varmalandi. Fyrirhugað er
að byggja sparkvelli á Hvanneyri og á Bifröst á þessu ári, auk þess
sem sveitarfélagið mun taka þátt í byggingu reiðhallar í Borgamesi.
Þá er verið að vinna áætlanir um stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í
Borgamesi, en stefnt er að því að byggja nýjan sal við miðstöðina,
sveitarfélögin hafa einnig stutt við uppbyggingu golfvalla á svæðinu
s.s. í Borgarnesi og á Bifröst. Menningarmál er málaflokkur sem
sveitarfélögin hafa lagt töluvert ijármagn til. I nýju sveitarfélagi verða
starfrækt níu félagsheimili sem ýmist verða í eigu nýs sveitarfélags
eða félagasamtaka, en félagssamtökin sem eiga félagsheimili hafa
notið rekstrarstyrks frá sveitarfélögunum. Safnahúsið í Borgamesi
hefur verið rekið af sveitarfélögunum, en þau hafa einnig styrkt söfnin
í héraðinu og má þar nefna Snorrastofu, Búvélasafnið á Hvanneyri og
Landnámssetur í Borgamesi. Þá er rétt að nefna að í burðarliðnum
er stofnun Landbúnaðarsafns íslands á Hvanneyri. Safnastarfsemi af
ýmsum toga er í blóma í Borgarfirði og ljóst að sameining sveitarfélaga
skapar tækifæri til að efla þá starfsemi sem fyrir er og samnýta ýmis
tækifæri sem skapast fyrir söfnin í Borgarfirði. Sameinað sveitarfélag
verður aðili að nýjum menntaskóla í Borgamesi sem fyrirhugað er að
taki til starfa haustið 2007, auk þess að vera aðili að Fjölbrautarskóla
Vesturlands á Akranesi.