Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 74
72
Borgfirðingabók 2006
þeirri grein. Ekki tókst okkur að sigra á því móti, enda undirbúningur
skammur, en nú er ætlunin að heíja merkið hátt, meðal annars með
mótahaldi hér heima, og hver veit hverju það skilar í framtíðinni?
I vetur eftir áramót var svo stofnað til tölvunámskeiðs fyrir eldri
borgara í samvinnu við Grunnskólann. Hefur það verið vel sótt og
opnað fólki nýja innsýn í þá undraveröld sem tölvumar geyma.
Haustið 2004 var að firumkvæði Aðalbjargar Ólafsdóttur stofnaður
hér kór eldri borgara og var hún valin fyrsti fomiaður kórsins.
Stjómandi hans frá upphafi er Jón Þ. Bjömsson. Reglulegar æfingar
em í safnaðarheimilinu (Félagsbæ) á miðvikudögum klukkan 17. Þar
mæta að jafnaði um 30 manns og njóta samvista og félagsskapar auk
þess að syngja, sem er ákaflega hollt bæði fyrir sál og líkama.
Strax á fyrsta starfsári urðu til tengingar út á við. Við fengum heim-
sóknir Kórs eldri borgara í Reykjavík og Kórs eldri borgara á Blöndu-
ósi. Tekið var á móti kómnum í safnaðarheimilinu. Þar var dmkkið
kaffi og sungið um sinn.
I vetur endurguldum við svo heimsókn Reykvíkinganna og nutum
hjá þeim stórkostlegrar gestrisni. Kóranir sungu svo hvor fyrir annan
og saman.
Kórinn okkar kom í fyrsta sinn fram opinberlega í tónlistarveislu
Sparisjóðs Mýrasýslu í Reykholti fyrirjólin í vetur. Þar flutti hann tvö
lög og þótti standa sig vel. Þá hefur kórinn í tvö skipti í vetur annast
messusöng í Borgarneskirkju og hefur söfnuðurinn í bæði skiptin efnt
til kirkjukaffis í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Þá mun kórinn
einnig syngja við athöfn á vegum Menningarsjóðs Borgarbyggðar í
Safnahúsinu á næstunni. Menningarsjóður Sparisjóðsins styrkti kór-
inn nýverið með 100 þúsund krónum og emm við ákaflega þakklát.
Vetrarstarfinu 2004 - 2005 lauk með hópferð að Skógamesi, en
hjónin þar, Guðríður og Trausti, hafa verið félagar í kómum frá upp-
hafi.
Rúta frá Sæmundi, sem hann ók reyndar sjálfur, var notuð til ferðar-
innar. Meðal annars var ekið út í nálægar eyjar en þama er mikið
útfiri og sandamir greiðfærir þeim sem til þekkir. Trausti ók á undan
rútunni og var þetta mikið ævintýri. Nesti og góðgerðir heimafólksins
vom síðan snæddar í bænum áður en heim var haldið. Hugmyndin er
að efna til svona uppskeruferða í lok hvers starfsárs, enda reynslan af
þeirri fyrstu einstaklega góð.