Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 78
76
Borgfirðingabók 2006
mun skýrari skilaboð yrðu að koma frá ráðamönnum í Borgarfirði
varðandi tilgang og stefnu safna á svæðinu.
Starfshópur um þróun safnamála í Borgarfirði setti fram ýmsar
hugmyndir að breyttri safnastarfsemi í Borgarfirði. Mörgum hug-
myndanna hefur verið fleygt í ýmsum myndum áður, en nú er orðið
tímabært að taka ákvarðanir og framfylgja þeim. Til að slíkt verði
gerlegt er nauðsynlegt að auka til muna samvinnu á milli þeirra stofn-
ana og sýningarstaða sem um ræðir.
Hugmyndir um Byggðasafn Borgarfjarðar gengu út á að hætt yrði
með sýningarhald á munum þess í Safnahúsinu sjálfu en í staðinn
stutt betur við sérsýningar á öðrum stöðum í héraðinu og aðrir hent-
ugri sýningarstaðir fundnir og þróaðir. Tillögur eru um að eftirfarandi
söfn eða sýningar verði þróaðar frekar: Tæknisafn landbúnaðar eða
Landbúnaðarsafn íslands á Hvanneyri, Veiðiminjasafnið í Ferjukoti,
saga mjólkuriðnaðar í Mjólkursamlagshúsinu í Borgamesi, saga
verslunar í Borgamesi í húsnæði elstu skrifstofu KB í Englendingavík,
Borgarnesi. Með þessari tilhögun leysast að mestu geymsluvandamál
byggðasafnsins, auk þess sem hægt verður að sýna margfalt fleiri
muni en gert er nú.
Hópurinn styður þá hugmynd að umsjón og utanumhald fyrir muni
tilheyrandi Byggðasafni Borgarljarðar verði fundin sérstök miðstöð,
sem væri þá best staðsett á sama stað og geymsla munanna. Þar yrði
þá t.a.m. séð um alla skráningu muna, forvörslu og slíkt. Koma þá
tveir möguleikar á staðsetningu til greina. Annars vegar Safnahúsið
sjálft, hins vegar hluti af núverandi húsnæði Borgarness Kjötvara úti
í Brákarey. Þar er nægt gólfpláss á hverri hæð til að gefa von um að
þar sé framtíðarlausn að finna á geymslumálum byggðasafnsins.
Þess ber að geta hér að í júní árið 2003 gaf Menntamálaráðuneytið
út skýrslu sem ber nafnið Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir
árin 2003-2008. Skýrslan er afrakstur starfs stýrihóps sem var settur
á fót til að móta stefnu í minja- og safnamálum. I henni er greint frá
stefnumótun í mörgum málefnum tengdum byggðasöfnum á íslandi,
m.a. söfnun minja, skráningu, aðstöðu til varðveislu, forvörslu,
rannsóknum og mörgu fleiru. Mjög brýnt er að bæta úr öllum þessum
þáttum í starfsemi Byggðasafns Borgarijarðar og nauðsynlegt er að
horfa á héraðið í heild sinni varðandi alla þróun tengda þeim.
Hugmyndir starfshópsins um hin söfnin þrjú voru m.a. að flytja
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í hentugra húsnæði og nær alfara-