Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 87
Borgfirðingabók 2006 85
beinum hætti. Við þekkjum öll ættingja og vini sem flytja suður í
háskólana. Hvar er það fólk á þessari mynd, hvar er allur sá fjöldi?
Jú, þau eru komin með lögheimili í höfuðborginni og þau munu fæst
snúa þaðan aftur, því miður.
Reykjavíkurháskólamir virka eins og ryksugur á mannlegt atgervi.
heir soga til sín ungt og efnilegt fólk og skila sjaldnast aftur. Undan-
farin 100 ár eða svo hafa þeir, lengst af Háskóli íslands einn og sér,
verið einn af meginkröftum í byggðaþróun landsins.
Aðrir samverkandi þættir liggja í uppbyggingu stjómkerfis og
atvinnulífs sem bæði hafa byggst upp með miðlægum hætti. Reykja-
víkursvæðið hefur síðastliðna öld þróast sem kraftmikil og framsækin
höfuðborg landsins. Nú er svo komið að staða höfuðborgarsvæðisins
er orðin svo afgerandi að öll önnur byggðarlög standa höllum fæti í
vamarbaráttu sem víða virðist harla vonlítil. í Reykjavík er miðstöð
opinberrar stjómsýslu. Þar eru flest stærri fyrirtækin staðsett, þar
er miðstöð tjármála og viðskipta og þá er höfuðborgin í þriðja lagi,
eins og áður sagði, menntunarleg miðstöð landsins. Þar eru flestir
framhaldsskólanna og þar em háskólamir nær allir. Þetta eru vaxtar-
broddar nútímasamfélagsins. Þar sem þekkingin og þjónustan eru,
þangað leitar fjármagnið og fólkið: Frá landsbyggðinni til suðvestur-
homsins. Svo einfalt er það.
Sú framtíðarsýn eða niðurstaða sem ég hef hér dregið upp má setja
fram með eftirfarandi hætti
1. Fyrirséð fjölgun starfa verður á sviði þekkingarstarfsemi og
þjónustu.
2. Fyrirséð er veruleg fækkun starfa í frumframleiðslu.
3. Efnahagsgerð landsbyggðarinnar er vanbúin til að takast á við
þessar breytingar.
4. Samfélagsgerð landsbyggðarinnar er víðast hvar vanbúin til að
takast á við þessar breytingar.
5. Þetta mun hafa í för með sér verulega íjölgun starfa á
höfuðborgarsvæðinu og verulega fækkun starfa á landsbyggðinni.
6. Uppbygging stóriðju mun ekki til lengri tíma breyta þessari
þróun, þrátt fyrir að skapa staðbundin ný störf í iðnaði.
7. Aframhaldandi fólksflótti verður af landsbyggðinni og mun
hann að líkindum vaxa verulega.
8. Byggðarlög og landsvæði munu fara í eyði og Island mun í æ
ríkara mæli þróast í átt til borgríkis.