Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 100
98
Borgfirðingabók 2006
í rannsóknahúsinu eru eftirfarandi rannsóknasetur:
Rannsóknamiðstöð Viðskipaháskólans á Bifröst, Rannsóknasetur
húsnæðismála, Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála, Evr-
ópufræðasetur og Rannsóknasetur verslunarinnar. Húsið er fjögurra
hæða hátt. Rannsóknasetrin eru á jarðhæð auk vinnuaðstöðu fyrir
meistaranema og stundakennara. I kjallara eru m.a. kennslusalir, og
á 2.-4. hæð er 51 íbúð fyrir nemendur. Byggingin er um 3300 m2 og
er í tvískiptu eignarhaldi. Bifúr ehf. er eigandi rannsóknahússins, en
hluthafar í Bifur eru Vesturland hf. og sveitarfélög á svæðinu. Nem-
endagarðamir em í eigu Vikrafells, eignarhaldsfélags Loftorku og
Viðskiptaháskólans.
Skemmtilegt mannlíf
Mannlífið blómstrar í sífellt vaxandi samfélagi á Bifröst. Eins og
fyrr segir búa um 800 manns í háskólaþorpinu og sem betur fer eiga
flestir sér líf utan skóla og vinnu, þó í mismiklu mæli sé. Ýmiskonar
félagsstarf er með miklum blóma. Sem dæmi um þá félagsstarfssemi
sem hefur bæst við á þessu skólaári eru tvö pólitísk félög sem stofnuð
voru í vetur og hefur það aukið á annars góða og uppbyggilega
pólitíska umræðu. Fyrir vom öflug félög Framsóknarmanna og Sjálf-
stæðismanna, en nú í vetur bættust við Félag Samfylkingarfólks og
Félag Ungra vinstri grænna. Nýverið var JCI Bifröst stofnað sem og
Virði, félag áhugamanna um fjárfestingar. Þess má líka geta að Hesta-
mannafélagið Röst datt í lukkupottinn þegar Brekkufólkið innréttaði
gamla íjósið sem hesthús fyrir félagið. Einn af fylgifiskum vaxandi
nemenda- og starfsmannafjölda er að enginn staður í héraðinu rúmar
árshátíð skólans, hina rómuðu Bifróvision. Skólafélagið greip því til
þess ráðs að halda Bifróvision í ár í Bændahöllinni í Reykjavík, og
var venju fremur glæsilega að verki staðið og nemendum til mikils
sóma. Margt annað mætti tína til varðandi félagslífið á Bifröst, en lát-
um hér staðar numið.