Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 118
116
Borgfirðingabók 2006
Við fylgdumst með branduglu í skjólbeltunum og fengum lánaða
uppstoppaða uglu til þess að skoða nánar í skólastofunni.
Nemendur hafa sett niður skordýrafellur. Við skoðum skordýr í
smásjá, teiknum og mótum skordýramyndir í leir.
Fuglaskoðunarkofi var smíðaður eftir teikningum nemenda í ný-
sköpun. Einnig fuglahús sem voru smíðuð af nemendum og sett upp
í skjólbeltunum.
Skógarverkefni: Nemendur gerðu margs konar mælingar, t.d. á
hæð og ummáli trjáa.
Utikennsla í ensku: Nemendur eiga þá til dæmis að læra nöfn á
veðráttu, sól, rigningu og roki og reyna að halda uppi samræðu á
ensku með aðstoð.
Útileikhús: Til dæmis þættir úr Eiríkssögu eða Rauðhetta og
úlfurinn.
Nemendur læra að grisja skóginn, tálga úr viðnum og flétta út
grönnu greinunum tágakörfur.
Planta nýjum skógarplöntum, rannsaka hvaða skjólbeltisplöntur
hafa reynst best og taka stiklinga af þeim.
Teikna nákvæmar teikningar og læra nöfnin á trjánum.
Laufblöðin notuð til þess að þrykkja með, t.d. á púða. Hér vorum
við einnig með laufblöð frá Ítalíu, t.d. fíkjublöð og eikarblöð sem
viðbót við íslenska flóru, og var gaman að flétta verkefnin saman á
þennan hátt.
Myndir af trjám í vindi, í rigningu og um vetur.
Margskonar verkefni sem tengjast stærðfræði, svo sem að mæla
hæð og umfang trjánna.
Nemendur læra um skjól og áhrif þess á plönturnar og okkur
sjálf.
Nemendur læra um ljóð, ljóðagerð og að skrifa smásögur.
Söguaðferðin hefur verið notuð til dæmis við gerð teiknimyndar.
Það sem ég tel að hafi áunnist með þessum verkefnum er fyrst
og fremst það að við kynnumst betur og okkur þykir vænna en áður
hverju um annað, enda er fámennur skóli líkastur stóru heimili.
Verkefnin fjalla um vemdun náttúrunnar en ekki síður um sam-
kennd og virðingu. Útivist skapar betri líðan allra, jafnt nemenda sem
kennara.