Borgfirðingabók - 01.12.2006, Qupperneq 137
Borgfirðingabók 2006
Barnakór Borgarness
Aftari röó frá vinstri: Maria Asbjörnsdóttir, Þórey Sveinsdóttir, Hulda Þór-
arinsdóttir, Elva Hjartardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þóranna Sigurðardóttir,
Reiðar Jóhannsson, Jón Þór Karlsson, Björgvin Jörgensson stjórnandi, Sigfús
Sumarliðason, Ólafur Sigurðsson, Halldóra Ásbjörnsdóttir, Marý Marinósdóttir,
Jón Ben. Asmundsson, Kristín Jónasdóttir, Gunnar Sigurðsson. Fremri röð
frá vinstri.: Sigríður Bachmann, Ólöf Sigurðardóttir, Bára Daníelsdóttir,
Asa Ólafsdóttir, Kristín Sólveig Jónsdóttir, Hreinn Halldórsson, Örn Símon-
arson, Grétar Ingimundarson, Roy Ólafsson, Erna Marinósdóttir, Málfríður
Sigurðardóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Valdimar Asmunds-
son. A myndina vantar Hauk Arinbjarnarson.
Myndin var tekin í Bíóhöllinni á Akranesi. Ljósmyndari ókunnur.
Já, þeir voru bara tveir kennarar við barnaskólann, skólastjórinn
Hervald Bjömsson og Björgvin. Hervald átti heima í litlu húsi héma
við Skúlagötuna sem við hann var kennt og er víst enn. Eg held að
Björgvin hafi stofnað kórinn fljótlega eftir að hann kom.
Svo þú hefur ekki byrjað að syngja með honum alveg strax.
Nei. Ég man eftir eldri krökkum sem voru í kórnum áður en ég
byrjaði.
Hvernigþóttiþér að koma inn í kórinn?
Alveg æðislegt. Ég hafði alltaf haft svo mikið gaman af að syngja.
Pabbi minn spilaði á píanó og við sungum oft saman. Fólkið mitt er
mikið söngfólk.
Hvernig var þessi félagsskapur?.
Mjög skemmtilegur. Það gekk allt afskaplega vel. Björgvin var