Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 139
Borgfirðingabók 2006
137
Já, og líka Jón Ben. Ásmundsson. Hann var líka Borgnesingur.
Björgvin þjálfaði okkur sérstaklega, alltaf heima hjá sér.
Björgvin flyst til Akureyrar 1946. Hvað varð þá um kórinn?
Hann lagðist af. Það var söngur áfram í skólanum, en ég man ekki
eftir að væri svona skipulagður bamakór.
Björgvin Jörgensson fæddist 21.
júlí 1915 í Merkigerði á Akranesi.
Hann lauk kennaraprófi 1936. Kenndi
söng við skóla í Reykjavík 1936-38.
Kennari við bamaskólann í Borgamesi
1938-46 og jafnframt stundakennari
við unglingaskóla þar. Kennari við
bamaskóla á Akureyri frá 1946. Hafði
sunnudagaskóla og kristilegt drengja-
starf (KFUM) í Borgamesi. Stofnaði
Bamakór Borgarness og stjómaði hon-
um til 1946. í Kennaratali segir að kór-
inn hafi verið stofnaður 1943, en við-
mælendur Borgfirðingabókar, Kristín
Jónasdóttir og Böðvar sonur Björgvins,
telja að það hafi verið fyrr. Stofnaði
Bamakór Akureyrar 1948 og stjómaði honum lengi. Stofnaði KFUM
á Akureyri 1951. (Að mestu eftir Kennaratali.)
Til er ritgerð eftir Björgvin Jörgensson um söngferð Bamakórs
Akureyrar til Noregs 1954. Sonur hans, Böðvar, hefur góðfúslega
lánað Borgfirðingabók ritgerð þessa. í upphafi hennar rekur Björgvin
tónlistarferil sinn. Þar greinir hann frá því að hann hafi orðið kennari
í Borgamesi 1938:
,,Égstofnaði þarsjálfstœðan barnakór innan skólans, Barnakór
Borgarness. Aukþess að syngja á árlegum skólaskemmtunum
hélt kórinn sjálfstæðar söngskemmtanir í Borgarnesi, á
Akranesi, í Stykkishó/mi, í Reykjavík og Keflavík og söng auk
þess inn á plötur fyrir Ríkisútvarpið. Þessar plötur voru ekki
endingargóðar ”