Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 142
140
Borgfirðingabók 2006
Á sama tíma var skipasmíðastöðin að smíða 90 lesta skip fyrir
Reyni h/f á Þingeyri. Var ákveðið að skipið sem byggt skyldi íyrir
Grím h/f yrði eins og skip Þingeyringa, m/s Hilmir ÍS 39. Því skipi
mun hafa verið hleypt af stokkunum í október 1943, en það hvarf
með manni og mús nóttina milli 26. og 27. nóvember sama ár á leið
sinni frá Reykjavík vestur að Amarstapa. Þar skyldi lesta vikur fyrir
Jón Loftsson hf. í Reykjavík. Veðurstofan segir mér að það hafi verið
SA sex vindstig, regn og slydda þessa nótt, en skipið fór af stað að
kvöldlagi. Vegalengdin er u.þ.b. 50 - 60 sjómílur. Aldrei hef ég heyrt
að rekið hafi svo mikið sem fjöl eða bjarghring úr Hilmi.
Skip Gríms hf. hljóp af stokkunum rétt eftir áramót 1943/44 og
hlaut nafnið Hafborg. Það var Stefanía Þorbjamardóttir kona Friðriks
er gaf skipinu nafn með því að brjóta kampavínsflösku á stefni þess
og mun hún eina konan borgfirsk sem það hefur gert. Er til mynd af
þessum atburði á Byggðasafninu í Borgamesi þar sem kampavínið
freyðir á stefni Hafborgar MB 76.
Hilmir og Hafborg vom því systurskip. Stærðarmál þeirra vom:
Lengd 24,9 m, breidd 5,84 m og dýpt 2,54 m. Hilmir er sagður
hafa verið 88 brúttólestir, en Hafborg 92 lestir, 78 undir þilfari og
38 lestir nettó. Hún hafði kallmerki TFQM. Aðalvél Hafborgar var
fjögra strokka Blackstone-Lister dísilvél, 240 hestöfl, og einnig var í
henni 8 hestafla hjálparvél af sömu gerð til ljósa, og átti hún að anna
allri lýsingu, í vistarvemm skipverja, fýrir vinnuljós í frammastri,
siglingaljós og kastara á bátaþilfari. Talstöðin var íslensk smíði, og
hafði Landsími Islands séð um hana og einnig gerð útvarpsmóttakara.
Notaðar vom bylgjulengdimar 188, 182 og 176 metrar. Allt var
handstýrt, engin sjálfvirkni. Mig minnir að öll upphitun á íbúðum hafi
verið með rafmagni, rafmagnsofn í hverju herbergi og hásetaklefa.
Eldavél var olíukynt.
Hafborgin fór frá skipasmíðastöðinni síðast í febrúar eða byrjun
mars 1944 og sigldi til Raufarhafnar og Þórshafnar til að ferma
ísvarinn fisk til sölu í Fleetwood á Englandi. Hún kom við í Borgamesi
snemma morguns á aðfallinu, djúpt lestuð í sjó niður, stansaði tvo
eða þrjá tíma og hélt síðan til Reykjavíkur til að fá siglingaleyfi hjá
hervaldinu þar á bæ. Skipverjar voru átta: Skipstjóri var Kristján Páll
Pétursson, stýrimaður Einar Einarsson, matsveinn Ólafur Hafliðason,
1. vélstjóri Valtýr Benediktsson, 2. vélstjóri Þórður Egilsson. Hásetar