Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 143
Borgfirðingabók 2006
141
Hafborgu MB 76 hleypt af stokk-
unum í Skipasmíðastöð KEA.
Mynd í eigu Héraðsskjalasafns
Borgarfjarðar.
voru þrír: Helgi Einarsson, Ragnar Asmundsson og Skúli G. Bach-
mann, allir frá Borgamesi. Ætlunin var að kaupa í Englandi sjálfritandi
dýptarmæli af Kelvin-Hughes gerð, miðunarstöð frá Marconi og
Boston togvindu; fylla átti tanka af olíu og taka sementsfarm. Ferðin
út gekk vel og farmurinn seldist fyrir 5.000 sterlingspund. Teknir
voru 25.000 lítrar af olíu, en vélin eyddi 950 lítmm á sólarhring.
Ekki fékkst dýptarmælir, því öll ný tæki fóm í herskipin og skip
sem gegndu þjónustu við herinn. Togvinda fékkst ekki heldur, en
loftnet fyrir miðunarstöðina var sett upp og tengt við móttakara fyrir
talstöðina. Þá var bætt einum takka við talstöðvarmóttakarann. Við
hann stóð „miðun”, „off ’ og „on”. Þegar miða átti var sett á „on”,
en þegar hætt var skipt á „off’. Þegar miðað var var loftnetinu snúið
til vinstri, bakborða, og hægri, stjómborða, og á því var ör sem benti
á greiðuna eða strikið sem vitinn var miðaður í á stjómborða eða
bakborða. 1 staðinn fyrir sjálfritandi dýptarmæli varð að notast við
handlóð. Á Hafborginni notuðu menn hálfs kílós blýlóð, sexkantað
með gati í gegn á mjórri endanum. Þar í gegn var þrædd pundslína og
splæst, en á neðri endanum, sem var breiðari, var hvilft upp í lóðið
sem fyllt var með smjörlíki. Þegar lóðað var sást hvemig botninn var.
Sandur settist í smjörlíkið er lóðið tók botn, og ef botninn var harður
stimplaðist grjótið í það. Svona kom Hafborgin heim og hafa þeir
getað miðað sig við Reynisfjall, því þá var radíóvitinn þar en færður
seinna á Stórhöfða.