Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 145
Borgfirðingabók 2006
143
skyldi skrá áhöfnina og telja upp og skrá allar matarbirgðir, því áhöfnin
borgaði fæðið, allir nema ég. Til þessa verks voru kvaddir kokkurinn,
nýr stýrimaður, Óskar Einar Magnús Guðjónsson fulltrúi yfinrianna
og Ragnar Ásmundsson fyrir háseta. Eg átti að telja með Óla kokk
og raða aftur í hillur, Óskar skrifaði upp. Þegar talningu var lokið var
hver tegund fyrir sig lögð saman og þessir þrír aðilar skrifuðu undir
og afhentu forstjóranum listana. Ég var ekki lögráða og frír við allt
svona. Það var stríð og matvara skömmtuð. Þess vegna þurftum við
að afhenda kokknum skömmtunarseðlana með stofninum á. Að þessu
loknu var áhöfnin skráð hjá Jóni Steingrímssyni sýslumanni og við
það tækifæri fékk ég „viðskiptabók” gula að lit. í hana átti skipstjóri
að færa úttekt í peningum, ef einhver var á skráningartímabilinu.
Þessi merka bók er því miður glötuð. Auk yfirmanna og háseta er
áður hafa verið taldir voru hásetar þessir: Árni Daníelsson Akranesi,
Þórður Guðmundsson Akranesi, Sigurður Davíðsson Akranesi,
Sigurður G. Bachmann Borgamesi, Jón Ólafsson Borgarnesi, Guðjón
Ásbjömsson Borgamesi, Helgi Finnbogason Hítardal, Jón Þorsteinn
Daníelsson Borgamesi og Sigurður B. Guðbrandsson Borgamesi.
Lestina rak Helgi Jónas Ólafsson vikadrengur.
Eftir að lokið var að lögskrá í Borgarnesi völdu menn sér kojur. Ég
lenti á efri koju bakborðsmegin fyrir ofan Jón Þ. Daníelsson háseta.
Þess skal getið að aðeins eitt klósett var í Hafborginni og það aftur í
yfirbyggingunni. Þetta þótti ótækt og var bóghús undir hvalbaknum
tekið fyrir kamar. Ágæt hurð var á þessu bóghúsi, en Þórarinn
Ólafsson frá Melkoti tók hillumar úr því og smíðaði kamarsetu og
skorður fyrir kamarfötuna. Hjarir vom á setunni og opnaði maður
þetta eins og bók og tók fötuna beint upp og hellti úr henni út fyrir
borðstokkinn. Þetta embætti var ég settur í og rækti ég það eins vel
og ég kunni best.
Fötuna skyldi þvo öðm hvom með því að binda í hana kastlínu og
skola hana að innan með sjó. Þegar Ólafur kokkur heyrði um þetta
embætti mitt sagði hann mér að ég kæmi ekki nálægt neinu uppvaski
hjá sér og hvorki matvælum né öðm er tengdist mat. Hann vissi sem
var að frammi í hásetaklefa var ekkert vatn né vaskur til að þvo sér
úr. Það var vaskur á klósettinu sem var aftur í, en vatnið í hann varð
að fá hjá kokknum í potti eða ausu. Frammi í var vatn sótt í fötu til
að raka sig eða þvo. Gólfið í hásetaklefanum var líka þvegið upp úr
þessari fötu.