Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 149
Borgfirðingabók 2006
147
dugði þessi viðgerð allt sumarið. Sett var upp olíutunna fyiir aftan
bóghúsið undir hvalbaknum á bakborða og lagt frá henni rör að
Tuxham-vélinni og tunnan fyllt af sjó. Þá var annað rör frá vélinni
í tunnuna. Þetta var hringrás kælivatnsins og skyldi ég sjá um að
tunnan væri alltaf full af sjó, og varð ég að ausa í hana með fötu
— ekki mátti ég þó nota kamarfötuna. Þama var ég búinn að fá mitt
þriðja embætti - kamarinn, kastlínuna og kælivatnið.
Við fórum um kvöld frá Þingeyri norður um fyrir Isafjarðardjúp og
Rit að Straumnesi. Þar vakti Ragnar Ásmundsson mig til að sjá flakið
af Goðafossi og þá feiknastóru stálgrind sem ljósker Straumnesvita
hvíldu á. Mörgum árum seinna þegar ég kom á Straumnes var búið að
steypa vitahúsið utan um stálgrindina. Þá var haldió fyrir Kögur að
Horni, þaðan ASA norðanvið Óðinsboða í stefnu SA til Eyjafjarðar.
Hinum siglingafróðu mönnum taldist til að Hafborgin gengi 9 ‘A til
10 sjómílur á klukkustund.
Til Akureyrar komum við að morgni og var lagt við bryggju
Skipasmíðastöðvarinnar, en þar vögguðu tveir nótabátar og biðu
okkar. Þeir vom femiseraðir og lakkaðir, drifnir áfram af Universal
dieselvélum, ljósgrænum að lit. Vélar bátanna voru reyndar með því
að sigla út á fjörðinn, og þóttust þeir sem vit höfðu á ekki hafa kynnst
jafn gangmiklum bátum af þessari gerð. Að reynslusiglingu bátanna
lokinni voru þeir teknir upp, eins og það var kallað, það er hífðir upp
í bátsuglurnar og settir fastir.
Meðan á þessu stóð kallaði Óli kokkur á mig og átti ég að hjálpa
honum að setja kjötpokann upp í aftunnastrið. Hann hafði keypt fjóra
kindaskrokka hjá KEA. Ég fór með blökk upp í mastrið og festi hana
í stroffu þar sem stögin komu saman og setti svo neðri blökkina í
toppinn á kjötpokanum, sem var hannaður þannig að toppendinn var
50 sentímetra tréhringur úr tveggja tommu þykku timbri með gati í
miðju þar sem stroffan var fest og neðri blökkinni fest í. Utan um
tréhringinn var negldur strigi um eins og hálfs metra síður sem var
reimaður saman með reim, rétt eins og skór. Á neðri hlið trébotnsins
var komið fyrir ljórum eða sex krókum, og á þá króka voru skrokkamir
hengdir á hæklunum.
Að þessu loknu var siglt til Dalvíkur og tók sú sigling einn og
hálfan tíma, en þegar beygt var fyrir Hauganesið lagði Hafborgin
sig á stjómborða. Hún var vökur með bátana uppi, og síðan bættust
næturnar við. Á Dalvík tókum við grunnnótina fyrst um borð með