Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 153
Borgfirðingabók 2006
151
M/s Hafborg liggur þama á Hjalteyri með ca. 900-930 síldarmál og bíður
löndunar sumarið 1944. Ljósm.: Ragnar Asmundsson.
ekki af sér í kokkagallanuin, jakka og buxum, og berfættur í skónum.
Frá blautu bamsbeini var hann sjómaður. A millistríðsárunum sigldi
hann með Englendingum á togurum sem háseti, kokkur og bátsmaður.
Hann lenti í sjóslysi er togari sem hann var á rakst á ísjaka og sökk.
Nokkrir komust á jakann með honum, og þar barði hann þá utan til
að halda á sér og þeim hita þar til togari frá sama fyrirtæki bjargaði
þeim.
Seinni part dags var viðgerð lokið og var þá farið að veiða, og
fannst ekki annað en nótin væri jafn fiskin og fyrr, en fyrir kom að
nætur hlypu og kæmu í þær strengir, einkum ef gamið var nýtt, og
þá þurfti að taka úr eða bæta í bálkana til að laga það. Næst sigldum
við aftur vestur eftir, en ekki varð sú ferð til fjár. Og þegar fréttist af
síld á Grímseyjarsundi var siglt upp undir land til að taka upp bátana.
Stjómborðsbáturinn var tekinn upp fyrst og settur fastur, en síðan
átti að lyfta bakborðsbátnum. En þegar búið var að lyfta honum og
setja hann fastan slitnaði stopparinn að framan. Framendinn fór í sjó
og nótin steyptist fram yfir og lenti sem betur fór á hlauparanum.
Maðurinn sem hafði það verk að setja á stopparann og gera fast, Helgi
Finnbogason, hentist í sjóinn og flaut á sjóstakknum í bili meðan
loft var í honum, en það seig út um hálsmálið, því hann var ekki
með hálsklút. Hann kraflaði sig þó að skipshliðinni og var gripinn
þar traustum höndum félaganna og svipt um borð. Hinn maðurinn
sem var aftur í bátnum, Sigurður B. Guðbrandsson, klemmdist með