Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 154
152
Borgfirðingabók 2006
höfuðið milli toppblakkarinnar í bátsuglunni og borðstokks bátsins
þegar afturendinn reis upp. Þar sat hann fastur. Tveir félaga hans náðu
að halda undir hann á meðan Oskar stýrimaður gat snúið blökkinni
þannig að hann losnaði. Var hann síðan borinn inn í kortaklefa og
lagður þar á bekk.
Nú var komið algert fát í þetta. Híft var í afturhlauparann og stopp-
arinn losaður aftur. Þá var sagt að gefa upp á afturhlauparanum, slegið
var bugtunum af vindukoppnum, og báturinn rásaði niður að aftan og
á kaf í sjó. Þá húkkaðist úr neðri blokkunum og báturinn sökk til
botns. Nótin flaut þvert út af bakborðshlið og undu menn bráðan bug
að því að hala hana inn og var hún tekin inn á þilfarið. Þegar því var
lokið var nótin úr stjómborðsbátnum einnig dregin inn.
Skipstjóri skoðaði Sigurð sem slasaðist og hafði síðan samband
um Siglutjarðarradíó við lækni á Blönduósi, og talaðist svo til að
Sigurður skyldi settur á land á Skagaströnd og ekið þaðan á sjúkrahús.
Síðan var festur dráttarkaðall (grastóg) í bátinn og hann hengdur
aftan í Hafborgina. Við höfðum hann í langslefi og vom u.þ.b. 30 til
35 faðmar á milli hans og skipsins.
Bátarnir höfðu verið útbúnir þannig, að þyrfti að draga þá í sterkum
mótvindi fylgdu þeim íjórir jámbogar gerðir úr 1 'A tommu römm.
Endum þessara boga var stungið niður um göt á borðstokknum, og
ekki velktist fyrir mönnum hvar hver bogi passaði. Síðan var segldúkur
strekktur yfir bogana og reimaður fastur niðri við borðstokkinn.
Þessi útbúnaður verkaði vel, því seglið náði aftur fyrir miðjan bát og
verkaði eins og hvalbakur á skipi. Þá voru á bátunum „lensipatent”,
áhald sem fest var á botninn. Þegar þeir vom dregnir, opnaðist spjald
innan í því. Þetta sjólosunartæki og hraði bátanna dró allan sjó niður
og út um opið. Einnig var handdæla til vara.
Dagur var að kveldi kominn er þessu var lokið, og var siglt til
Hjalteyrar og aflanum landað en síðan inn á Akureyri til að fá „nýjan”
bát (gamalt hró) sem var vélarlaus. Höfðu skipasmiðir lagfært hann
eins og kostur var, og var hann nú settur á flot. Djúpnótin var tekin
um borð í bátana og síðan átti að taka þá upp.
Þá féll sprengjan.
Mikið hafði verið rætt um það í lúkamum hvað Hafborg væri
vanbúin til að taka bátana upp og sigla með þá uppi, einnig um
þilfarsvinduna og útbúnað hennar. Fleiri en ég fúndu hvað veltur
skipsins vom langar og hægar og hvað hún lá lengi í hallanum er