Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 155
Borgfirðingabók 2006
153
Um þessa mynd skrifar greinar-
höfundur: ,,Þessa mynd mynd-
aðist ég við að teikna af Haf-
borg MB 76. Eg hefi hvergi
getað fengið mynd af henni með
báta uppi, báta í davíðum, og
held varla að hún sé til. . . . Eg
teiknaði hana og litaði, tók svo
Ijósmynd af öllu saman. ”
veltu lauk uns hún tók veltu á hina hliðina og hið sama endurtók sig
þar. Hásetar voru búnir að ráða ráðum sínum að neita að taka bátana
upp. Því fóru þeir allir í hóp á fund skipstjóra og stýrimanns, sem
voru í stýrishúsinu, og tjáðu þeim að þeir neituðu að taka bátana upp
það sem eftir væri sumars, ellegar gætu þeir tekið norðanrútuna suður
strax allir sem einn.
Yfirmenn vildu fá ástæðu fyrir þessari ákvörðun þeirra sem eðli-
legt var og nefndu hásetar þá stöðugleika skipsins, að hann væri
ekki nógur, svo og þilfarsvindumar. Um þetta var þjarkað um stund,
en þegar skipstjóri sá að hann átti um tvo kosti að velja, að missa
starfsfólkið eða gefa sig, gerði hann það.
Þegar umræðan í stýrishúsinu harðnaði stakk ég mér niður í stjórn-
borðsganginn og mætti Valtý vélstjóra í dyrunum á vélarrúmsristinni.
Hann spurði mig strax hvað gengi á þama uppi. Ég sagði honum eins
og var, hvað um væri að vera, að skipið væri svo valt. Þá tók þessi
ágæti vélstjóri í öxlina á mér, hristi mig svolítið og sagði:
„Þessu máli kemur þú ekki nálægt, drengur minn.”
Þegar ákvörðun hafði verið tekin var landfestum sleppt og hald-
ið til Dalvíkur, en þar kom um borð maður sem hafði verið ráð-
inn í stað Sigurðar. Hann hét Sigurjón Hjörleifsson og hafði verið
lögreglumaður og unnið á Nótaverkstæði K. J. Siglt var út á Gríms-
eyjarsund sem var svart af síld frá Gjögurtá norður að Grímsey.
Kastað var úti við Gjögra, og nú þurftu þeir sem voru í bakborðsbát
að róa honum þennan hálfhring kringum síldartorfuna. í bátnum voru
fimm menn, tveir rem á innborðið og þrír á útborðið, „þrælaborðið”.
Sá sem stýrði bátnum notaði nú ár til þess, og fór Oskar stýrimaður
alltaf í bátinn og stýrði honum.