Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 156
154
Borgfiróingabók 2006
Yfirleitt var það vani að stýrimaður væri um borð í skipinu og
legði að bátunum er kasti lauk og tekið var að háfa síldina um borð,
en hjá okkur varð Valtýr Benediktsson vélstjóri að taka þetta starf að
sér þótt það tilheyrði ekki vélstjórum. Jók þetta vinnu þeirra beggja,
því ekki var hægt að stýra vélinni úr stýrishúsi og varð því annar vél-
stjóri að vera niðri í vél til að framkvæma það. Einnig þurftu þeir að
sjá um þilfarsvinduna, hita upp Tuxham-vélina og snúa henni í gang.
Nú kemur Valtýr til mín og segir að hann og Þórður ætli að kenna mér
að gangsetja Tuxhaminn og með því létta þeim störfin.
Eg fékk eldspýtur til að kveikja á glóðarlampanum. Svo þurfti að
pumpa hann upp til að rauðhita glóðarhausinn, síðan var vélin snúin í
gang með handafli og til þess notuð sveif. Eg hafði nóg afl til að snúa
í gang en vildi hafa Valtý í stýrishúsglugganum til að fylgjast með
mér nokkur fyrstu skiptin, því kjarkurinn og sjálfstraustið var ekki of
mikið. Þetta gekk vel um sumarið, en vélstjórunum á ég það að þakka
að sjálfstraustið óx.
Það sem eftir var sumars til mánaðamóta vorum við á Sundinu og
tókum þar mestan okkar afla, enda var svart af síld og þurfti bara að
kasta á lítið hom af vöðunni til að taka 250 til 600 mál, og náðum
við því oft að fylla skipið i þremur köstum, 900 til 930 mál. Hjá
verksmiðjunum varð brátt löndunarstopp, því þær höfðu ekki undan
að bræða allt sem barst að. A Hjalteyri vom löndunarstoppin mörg,
enda lönduðu öll mestu aflaskipin þar. A þessu sumri sá ég alla
þekktustu síldaraflaskipstjóra landsins. Veiðin gekk vel hjá okkur
eftir aðstæðum. Bakborðsbáturinn var þó að angra okkur og þurfti
sífellt að fá skipasmiði frá Akureyri til að gera við hann. Hann tafði
frekar en hitt. Ein saga er í sambandi við þetta:
Eitt skipti er við höfðum landað fullfermi og biðum eftir að smið-
irnir lykju viðgerð hafði Sigurjón háseti frá Dalvík skroppið heim
til sín eftir að löndun af þilfari lauk og var á leið til baka er hann
sá tvær síldartorfur á Rauðuvíkinni. Hann sagði skipstjóra okkar frá
þessu, en báturinn var ekki tilbúinn, en m/s Dagný frá Siglufirði lá
á Hjalteyri og beið löndunar og hafði áhöfnin skroppið heim. Var þá
bakborðsbátur þeirra tekinn traustataki, nótin sett í hann og haldið
út á Rauðuvík. Síldin óð þarna ennþá, og við köstuðum tvisvar og
náðum báðum torfunum. Voru það 600 mál eða full lest. Við sigldum
til Hjalteyrar, bátnum var skilað, en nú var okkar bátur tilbúinn. Nótin
var sett í hann og haldið út íjörðinn, og þau 300 mál sem vantaði