Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 157
Borgfirðingabók 2006
155
upp á fullfermi fengum við utan við Grenivík og sigldum aftur til
Hjalteyrar til losunar.
í öðru stoppi var farið á dansleik á Ytri Reistará. Þar var spilað á
eina harmóniku við lampaljós og var alveg kakkað í salinn. Sennilega
hefur þetta verið samkomuhús frekar en skóli. Myrkur var komið,
enda seint í ágúst. Fyllirí var mikið og sígarettureykur. Slagsmál brut-
ust út og voru þar skipverjar á m/s Rúnu EA. Það voru hraustir menn.
Við komum aftur um borð um fimmleytið morguninn eftir.
Einu sinni lágum við undir Flatey á Skjálfanda. Þar var haldið
ball í bamaskólanum þar og spilaði Guðjón Illugason skipstjóri á
Fiskakletti frá Hafnarfirði. Þar var allt skikkanlegt.
Annað skipti lágum við til akkeris undir Snartarstaðanúp í austan
strekkingi og ekki veiðiveður, sennilega í ágústlok. Þá sagði Oli
kokkur: „Fáið stjómborðsbátinn og farið í land í berjamó.” Var
skipstjóri beðinn um bátinn og var það auðsótt mál, en ef við heyrðum
flaut yrðum við að koma strax um borð. Við vorum fimm eða sex
sem fómm í þennan leiðangur og fengum með okkur mjólkurbrúsa
og smærri ílát til að tína í berin. Ferðin stóð frá því um eittleytið
og fram til klukkan sex, en þá var brúsinn fullur af berjum, mest
bláberjum. Þegar við komum tilbaka gengu þeir sem höfðu verið um
borð frá bátunum klárum til veiða. Um kvöldið fengum við berjaskyr
og sykur með Baulu dósamjólk út á. Óli saftaði líka og hratið lét hann
okkur éta saman við hafragraut eða grjónagraut. Hann nýtti allt og
allir döfnuðu vel.
Þegar leið á sumarið færðist síldin austur á bóginn og var við Rauða-
núp og austur á Þistilfirði. Eg man það vel að síðasta veiðiferðin var
NV af Rauðanúpi. Við vorum búnir að fá í lestina, og kastað var
um kvöldið á stökksíld. Þegar byrjað var að draga varð þegar séð
að þetta var smásíld sem gengið hafði í netið og var mjög ánetjuð.
Bláhvítalogn var og tunglskin og auðséð var að þetta kast tæki fram
að miðnætti. Valtýr lét Hafborgina reka eins nálægt bátunum og
þorandi var til þess að þeir hefðu birtu af ljósum skipsins, en enginn
ljóskastari var um borð. Þá sagði Valtýr við mig; „Ég ætla að leggja
mig á bekkinn í kortaklefanum. Þú hefur gát á þessu öllu, notar
stýrishjólið og vélsímann, heldur þig við bátana. „Ég sagði: „Jú,
jú”, þorði ekki að segja að ég gæti þetta ekki. Þetta tókst og klukkan
eitt um nóttina kölluðu þeir í bátunum að við ættum að koma. Lagði
Valtýr að bátunum eins og vanalega. Aflinn úr þessu kasti fór allur í