Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 159

Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 159
Borgfirðingabók 2006 157 skipstjóri vakinn. Hann kom og fékk sér ferskt loft, fór síðan inn í kortaklefann og athugaði staðsetningu út af Siglufirði, stefnu og klukkustundir og lét síðan breyta stefnu til bakborða. Fyrstu fjöll sem við sáum voru Straumnesijall og Ritur. Var haldið suður að Barða og síðan grunnt fyrir firðina að Bjargtöngum. Þar vorum við um kl. 17.00 og var stefna sett fyrir Svörtuloft. Fyrir sunnan Bjargtanga fór að bæta í vind og það allverulega. Hásetamir, Jón og Helgi Einarsson, skiptust á að stýra, og sjálfur var ég bara nokkuð iðinn við það og var ekki að binda tímann við eina klukkustund er ég átti þess kost. Þegar suður á miðjan Breiðafjörð kom var hann orðinn bálhvass af suðaustri, og um áttaleytið er nafni minn Einarsson var við stýrið og ég sat á bekknum í kortaklefanum og skoðaði Sjómannaalmanakið, sem ég kunni næstum utanað eftir sumarið, kvað við hvellur og brothljóð. Komið hafði sjór á stýrishúsið framan til á bakborða og brotið rúðu í einum glugganum. Komu rúðubrotin og sjórinn yfir nafna. Var þá dregið úr ferð skipsins, og mér var skipað að tína upp öll glerbrot og henda þeim og sjá um að allur sjór tæmdist undan grindunum, en það var fólgið í því að halda tveimur tommuvíðum götum hreinum meðan tæmingin átti sér stað, en götin voru sitt hvoru megin í stýrishúsgólfinu. Ég var nú hálfskelkaður - já, hræddur, en kláraði þetta þótt sumt væri kannski fátkennt og fálmandi hjá mér. Oskar og Jón Ólafsson náðu í masonitplötu sem var í einum koju- botninum og söguðu hana til svo að passaði að utan og innan í glugga- tóttimar og skrúfúðu saman plötumar sem vom tvær, að utan og innan. Þetta hélt og var alveg pottþétt. Þegar þessu var lokið setti skipstjóri á % ferð áfram og hélt skipinu í stefnu á Ólafsvík. Ég varð feginn því mér leist nú ekki meira en svo á þetta. Ég snaraði mér niður í eldhús til að fá mér bita, því ég var svangur og gat ekki sofið. Það er sagt að verði maður hræddur þá megi deyfa hræðsluna með því að borða. I vélarrúmsdymnum hitti ég Þórð vélstjóra sem var að dæla olíu upp á sethylkið. Flann spyr: „Eruð þið búnir að bjarga þessu þarna uppi?” Ég svara: „Já, heldur þú að við höfum þetta, Þórður minn?” „Láttu ekki svona drengur,” sagði hann. Þórður hafði séð það svartara þegar Njáll skipstjóri á Fylki bjargaði áhöfninni á Birninum á Faxaflóa í suðvestan stormi og stórsjó. Hann lagði Fylki tíu faðma frá skut Bjamarins, og síðan vom skipbrotsmenn dregnir hver eftir annan á línu yfir í Fylki en urðu að kasta sér í sjóinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.