Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 163
Borgfirðingabók 2006
161
VÍFILL BÚASON
Á stríðsárunum
Við bræðurnir vorum á besta aldri þegar Bretarnir komu, eða 10 og 12
ára. Fólk á þeim aldri er mjög opið fyrir stóratburðum og sleppir ekki
framhjá sér neinu sem skemmtilegt er. En það er annaó mál að segja
öðrum frá. Margt er sem varðar aðrar persónur, þeirra einkamál.
Barnabam vildi fá mína lýsingu á upphafi hemámsins. Þessir
punktar bera þess vegna merki þess að verið er að segja unglingi
frá löngu liðnum atburðum, sem hann þekkir alls ekki. A Ferstiklu
bjuggu þá foreldrar okkar með þrjá krakka, og svo var hjá okkur
fötluð stúlka sem hét Sigrún og Karl Laxdal, fullorðinn maður, ný-
kominn að norðan, hafði búið á Skagaströnd. Karl vann þetta vor í
kirkjubyggingunni í Saurbæ við að hreinsa timbur og taka til. Bygging
kirkjunnar hafði stöðvast þegar stríðið hófst.
Foreldrar okkar voru með veitingasölu í húsinu, sem þá var fárra
ára steinhús, kjallari, hæð og ris. Við bjuggum aðallega í risinu, því
eldhús var í kjallara en veitingastofur á hæðinni.
Hérna Unnur mín, bara svo þú vitir það: Það var nú fátt að frétta
úr sveitinni fyrst.
Vildir þú vita hvemig hersetan byrjaði? Ja, ég man ekki nema
------. Herinn gekk á land í Reykjavík 10. maí 1940. Nokkrum
dögum seinna komu þrír mjög háttsettir, með kaskeiti og gullsnúrur
á leigubíl (lorrý) frá Akranesi og höfðu með sér túlk. Þeir fóru fram
á að fá húsnæði fyrir 30 manna herflokk ásamt einu foringjaherbergi.
Faðir minn (langafi þinn) færðist undan, kvaðst ekki hafa svo mikið