Borgfirðingabók - 01.12.2006, Side 166
164
Borgfirðingabók 2006
Geitabergi, Jón Narfason, smávaxinn karl en harðan. Narfason var
tæplega „gjaldgengur“, hafði fyrst verið niðursettur hjá hreppstjór-
anum, sem þá var, og svo var hann þar bara sem heimilismaður.
Hermennimir töluðu við hann og svömðu sér sjálfir. Viltu sígarettu?
Já já. Má ég fá hestinn þinn? Já já, kannski. Borga tvær krónur?
Allræt? Kannski meira? Nei-nei! Svo fóru þeir á hestunum vestur á
melana. Sátu ofan á reiðingunum. Askeleily?
Þeir töluðu álíka íslensku og við enskuna! Annars höfðum við
bræður byrjað tungumálanám í útvarpinu veturinn áður. Arangurinn
var ekki sérstakur. En nú kom það svolítið að gagni.
Eina nóttina komu varðmenn sem taka skyldu við vaktinni uppi á
íjalli, við Miðmorgunvörðu, að varðmanninum sem leysa skyldi af,
köldum og við króknun. Það tók langan tíma að koma honum niður,
hringja á yfirstjómina. Og á meðan dó hann. (Hefur þú lært hvemig
hjúkra skal mönnum sem hafa ofkælst ?) Þarna missti Bretaveldi tvo
menn, sem ég vissi um, á þessum stutta tíma sem þeir héldu her á
Ferstiklu.
Nokkru eftir að hermennimir fóru kom flutningaskip, ekki stórt.
Það lagðist austanvert við Hrafneyri og var látið falla undan því. Síð-
an var byrjað að skipa upp hergögnum. „Bræðumir “ fóru á vettvang
og sýndist þetta vera skotfæri í rifflana þeirra. Byssumar þeirra voru
þriggja skota, stórir og þungir rifflar. Við sáum þá taka í sundur
riffilinn sinn, kannski daglega, þurrka hann og smyrja, setja hann
síðan saman aftur. Eg man ekki eftir að hafa séð þá með hleðsluna í
byssurnar, en byssustinginn höfðu þeir jafnan með, stundum í slíðri
utan á lærinu, en stundum bara á byssunni.
A morgnana fóru hermennirnir út í lind sem rann þá niður lautina
austur af hlöðunni. Þar þvoðu þeir sér og rökuðu sig upp úr köldu!
Þeir virtust hafa lítið af hlífðarfötum og ekkert af vatnsheldum fatn-
aði. Pjatla af vaxdúk var það helsta, henni héldu þeir yfir höfði sér,
fengu svo vatnið niður bakið! Jú, svo voru það treflamir, langir þykkir
treflar sem mömmumar í Englandi prjónuðu og sendu drengjunum
sínum, „einhvers staðar á Islandi“. Skyldu mömmumar alltaf vera
svona hugulsamar?
A meðan þeir voru í hlöðunni flæktumst við með þeim þegar færi
gafst. T. d. þegar einn fékk fyrirmæli um að ná sambandi við birgða-
skip sem lá inni við Þyrilsnes. Hann hafði ljósamorstæki, stillti sér upp
og miðaði á skipið, sendi kallmerkið DI D1 DA DA DI DI — lengi án