Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 167
Borgfirðingabók 2006
165
árangurs. Vinurinn færði sig austur í holt ofan við Skerjatanga til að
ná frekar (Morsholt). Svo kom svar sem honum líkaði ekki.
QPR = þegiðu. Hann hikaði og hélt svo áfram: ..—..
Síðan kom svar sem var svo hratt að hann hafði ekki við að skrifa
niður.
Einn morgun snemma kom bóndi gangandi og bað um að fá sam-
band við kaftein Dennis (yfirmanninn í Kafteinsstofunni). Hann tal-
aði svo hátt að heyrðist um allt húsið: „Dutcman in Lundarreykjadal".
Hann var að tilkynna að þýski sendikennarinn, sem Bretar leituðu að,
væri á bæ í Lundarreykjadal. Hefur viljað hjálpa þeim. Sendikennar-
inn stakk af nóttina sem Bretar komu og fór huldu höfði. Kafteinn
Dennis mannaði bílinn. Á pallinn komust ellefu hermenn með byss-
ur og byssustingi. Sjálfur sat kafteinninn frammí hjá bílstjóranum
(kettlesupper). Svo fóru þeir norður yfir Hálsa. Seint um kvöldið
komu þeir aftur. Jafnmargir, 13!
Alls konar sögur gengu um hvar sendikennarinn héldi sig, talinn
bíða komu Þjóðverja. Bretamir trúðu því að þeir væru rétt ókomn-
ir! Þó nokkru seinna um sumarið kom breskur herflokkur með
Þjóðverjann. Hann hafði gefið sig fram vestur á Barðaströnd, að mig
minnir. Bretamir fengu sér heitan sopa en ætluðu fanganum ekkert!
Móður minni (langömmu þinni) mislíkaði það og fór sjálf með kaffi
út til hans og talaði við hann, en þau vom málkunnug fyrir. Bretamir
stóðu bara hjá teinréttir en höfðust ekki að. Bretar eru séntilmenn.
Úti í Hvalfirði bisuðu lítil skip Klafastaðamegin uppi undir fjör-
unni, og svo við Kjósareyrina. Einnig við Hálsnes og Kalastaðakot.
Alls konar sögur gengu um hvað til stæði. Ljármálaspekúlantar töldu
víst að Kalastaðakot yrði flugvallarstæði. Þeir keyptu Kotið á góðu
verði! Borguðu stóra slummu, en lofuðu meim „í haust“. Það var
ekkert gert þama, og þeir keyptu sig frá samningi um haustið! Alls
konar spekúlantar voru á verði ef færi gæfist til að græða á hernum.
Stjómvöld vom sífellt að gefa út tilkynningar um bráðabirgða-
ráðstafanir „meðan núverandi ástand ríkir“. Sumir sögðu þá „blessað
ástandið" og reyndu að næla sér í krónur.
Þama úti í firðinum var bara verið að undirbúa fyrir kafbátagirð-
ingu eða þess háttar.
Allt í einu var friðurinn rofinn. Heyrst höfðu radíósendingar, tald-
ar vera á þýsku. llla gekk að staðsetja sendandann, en samkvæmt